fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Sigurður Guðni svarar orðum Vöndu – „Velur ekki eftir álits einhverra hópa á einstökum mönnum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. október 2021 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sigurður G Guðjónsson heldur áfram að leggja orð í belg þegar kemur að málefnum KSÍ. Sigurður segir að Knattspyrnusambandið og stjórn þess geti samkvæmt reglum ekki skipt sér af vali landsliðsþjálfara. Breyta þurfi reglum svo að hægt sé að banna þjálfara að velja leikmenn sem sakaðir sé um lögbrot.

Slík málefni hafa verið til umræðu í rúman mánuð eftir að fyrrum stjórn sambandsins bannaði Arnari Viðarssyni að velja Kolbein Sigþórsson í hóp sinn í september. Sama umræða hefur nú skapast í kringum Aron Einar Gunnarsson, Arnar Þór ákvað að vernda hóp sinn og valdi ekki Aron Einar af ótta við að honum yrði hent úr hópnum.

Þegar Arnar valdi hóp sinn var enginn meðvitaður um að kæra hefði verið lögð á hendur Aroni. Er það mál nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Nýr formaður sambandsins, Vanda Sigurgeirsdóttir hefur boðað það að ef mál leikmanna hjá KSÍ eru til skoðunar þá spili þeir ekki. „Ég er þeirrar skoðunar að ef mál eru hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem tók til starfa árið 2020, meðan mál eru til skoðunar, þá finnst mér að fólk eigi að víkja,“ sagði Vanda við RÚV á laugarda.g

„Þá finnst mér þetta: meðan mál eru til skoðunar, þá áttu ekki að leika. Við erum ekki eitthvert eyland KSÍ þarna. Þetta er mín skoðun. Ég ræð ekki öllu. En það eru mörg fyrirtæki og stofnanir sem eru með þessar sömu reglur. Þannig að þetta er það sem mér finnst eðlileg málsmeðferð. Við viljum taka á málum en ekki sópa neinu undir teppið,“

Sigurður Guðni stakk niður penna á Facebook síðu RÚV nú í morgun og skrifaði. „Er ekki best að KSÍ fari að eigin reglum og þeim reglum sem sambandið er bundið af ÍSÍ, UEFA og FIFA. Stórn KSÍ velur ekki landslið, heldur landsliðsþjálfari og hann velur landslið með tilliti til andstæðinga en ekki álits einhverra hópa á einstökum mönnum,“ skrifar Sigurður sem hefur lengi starfað innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Hann heldur svo áfram. „KSÍ getur auðvita samþykkt á ársþingi þá reglu að enginn sem sakaður er um refsiverðaháttsemi spili ekki fótbolta. Meðan engar reglur eru í þessa veru verður stjórn KSÍ að láta val landsliðs afskiptalaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls