fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Sterling mjög óvænt orðaður við Barcelona

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, er óvænt orðaður við Barcelona í spænska miðlinum Sport.

Enski landsliðsmaðurinn er ekki fastamaður í byrjunarliði Pep Guardiola hjá Man City. Stjórinn virðist frekar sjá hann sem leikmann sem getur komið inn á af bekknum og gert sig gildandi.

Sterling gerir sér grein fyrir því að heimsmeistaramótið í Katar fer fram eftir rúmt ár. Þrátt fyrir að hann virðist vera inni í myndinni hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, þá má ætla að Sterling vilji vera fastamaður hjá félagsliði og koma í sínu besta formi inn í mótið.

Fjárhagsvandræði Barcelona eru flestum kunnug. Félagið gat til að mynda ekki samið við Lionel Messi á ný í sumar og þurfti að horfa á eftir þessari goðsögn félagsisns til Paris Saint-Germain.

Vegna þessara vandræða yrði líklegt að Sterling færi á láni til Barcelona, samkvæmt Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“