fbpx
Laugardagur 23.október 2021
433Sport

Guardiola kemur fyrir í Pandóruskjölunum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 10:07

Guardiola / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn stærsti fjármálagagnaleki sögunnar hefur litið dagsins ljós en um er að ræða Pandóruskjölin. Um 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gögnunum síðustu vikurnar.

Í gögnum er að finna upplýsingar um marga heimsfræga einstaklinga sem nýtt hafa sér skattaskjóla og aflandsfélög til að fela fjármuni frá yfirvöldum.

Einn af þeim sem kemur fyrir í gögnum er Pep Guardiola sem nú er knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi.

Guardiola notaði bankareikning í Andorra til að leggja inn fjármuni sem hann fékk í Katar frá 2003 til 2005. Guardiola lék með Al Ahli í Katar og fóru laun Guardiola í Katar inn á þann reikning.

Hann lét yfirvöld á Spáni ekki vita af reikningum fyrr en árið 2012 þegar ekki þurfti að greiða skatt af upphæðinni. Lagabreyting á þeim tíma varð til þess að Guardiola lét vita af peningunum.

Manchester City vill ekki tjá sig um málið en ekki er talið að Pep hafi gert neitt ólöglegt með þessu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra