fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Fastir pennarSport

Arnari Viðarssyni til varnar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 13:49

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill:

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn í draumastarf sitt 22. desember á síðasta ári. Eftir frábært starf með U21 árs landsliðið var komið að Arnari og Eiði Smára Guðjohnsen að stýra A-landsliðinu. Þegar Arnar var kynntur til leiks leit starfið vel út. Nokkrir eldri menn á síðasta snúningi en allir af bestu leikmönnum liðsins enn á besta aldri. Tíu mánuðum síðar er öldin önnur.

Arnar fór inn í sitt fyrsta verkefni með liðið í mars sem var misheppnað á marga kanta. Auðvelt var að fyrirgefa þjálfarateyminu fyrir mistökin, lítill undirbúningur og þeir að kynnast nýjum hópi. Að auki vantaði lykilmenn sem alla jafna hefðu tryggt liðinu betri úrslit.

Margir spennandi leikmenn fengu tækifæri í æfingarleikjum í sumar og það verkefni var virkilega vel heppnað. Arnar virtist vera að brúka inn nýja menn sem gætu stigið næsta skref á landsliðsferli sínum og tekið við keflinu með hjálp eldri og reyndari leikmanna.

Verkefninu var varla lokið þegar það byrjaði að gusta utan vallar. Sögulínurnar þekkja svo flestir, formaðurinn sagði af sér og stjórnin fóru sömu leið skömmu síðar.

Arnar fór inn í verkefni í september með laskaðan hóp og öll vandamál sambandsins á herðum sínum enda stjórnin fallinn og formaðurinn farinn. Í þessum mjög erfiðu aðstæðum ber að hrósa þjálfaranum fyrir hans framgöngu, hann hefur reynt að svara fyrir allt. Sumt hefur hann ekki getað sagt eða viljað. Málin sem hann hefur ekki getað svarað fyrir eru oftar en ekki ásakanir um saknæm brot. Lögreglan og dómstólar verða að taka afstöðu í slíkum málum, það er ekki í verkahring knattspyrnuþjálfara að taka afstöðu eða segja sína skoðun á hugsanlegum brotum.

Einhverjir hafa reynt að fetta fingur út í einhver ummæli Arnars á síðustu vikum en það eru hártoganir sem eiga engan rétt á sér. Arnar sagði í byrjun september að umræðan væri skaðlega fyrir fótboltann sem vakti reiði sumra, auðvitað er hún það en aldrei hefur hann látið hafa eftir sér að umræðan væri ekki nauðsynleg. Á því er stór munur.

Arnar er á leið í sitt fjórða verkefni með landsliðið nú í þessari viku og ekki verður verkefnið einfaldara. Níu leikmenn sem byrjuðu gegn Rúmeníu í nóvember á síðasta ári eru ekki í hópnum að auki er Kolbeinn Sigþórsson fjarverandi en hann var á meðal varamanna í leiknum um laust sæti á EM. Ýmsar ástæður eru fyrir því að þessa leikmenn vantar, lögreglurannsóknir, meiðsli og þá hafa nokkrir leikmenn lagt skóna á hilluna með landsliðinu.

Það er því flestum ljóst að ekki verður hægt að dæma Arnar sem þjálfara fyrr en á næsta ári. Hann á skilið að fá tíma til að móta nýtt lið og vinna sitt starf undir eðlilegum kringumstæðum. Enda óraði engum fyrir þessum breytingum og ólgusjó sem hann hefur þurft að að ganga í gegnum.

Pistill eftir Hörð Snævar Jónsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool
433Sport
Í gær

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“
433Sport
Í gær

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Í gær

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum