fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Þetta eru tíu dýrustu kaup Arsene Wenger hjá Arsenal

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 3. október 2021 16:19

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger lét af störfum sem þjálfari Arsenal árið 2018 eftir 22 ár við stjórnvölinn. Wenger er sigursælasti stjóri Arsenal frá upphafi og stýrði frábærum liðum með leikmönnum á borð við Thierry Henry, Cesc Fabregas og Dennis Bergkamp, en Frakkinn vann þrjá Englandsmeistaratitla og sjö FA bikara á tíma sínum með félaginu.

Wenger fékk til sín 126 leikmenn á þeim árum sem hann var þjálfari og The Mirror tók saman lista yfir þá tíu dýrustu.

Fjórir leikmenn á listanum eru enn á mála hjá Arsenal en það eru þeir Calum Chambers, Granit Xhaka, Alexandre Lacazette og Pierre Emerick Aubameyang.

Alexis Sanchez er í 6. sæti á listanum en hann kom til Lundúnarliðsins frá Real Madrid árið 2014 og var einn af bestu leikmönnum deildarinnar áður en hann gekk til liðs við Man United fjórum árum seinna í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.

Mesut Özil kom til Arsenal frá Real Madrid ári á undan Sanchez á 42.5 milljónir punda og er líklega einn besti leikmaður Arsenal síðustu ára en hann fór til Fenerbache á frjálsri sölu í janúar á þessu ári eftir að hafa fengið lítið að spila undir stjórn Unai Emery og síðar Mikel Arteta.

Listinn:

10. Danny Welbeck – 16 mp

9. Lucas Perez – 17.1 mp

8. Jose Antonio Reyes 17.5 mp

7. Calum Chambers – 18 mp

6. Alexis Sanchez – 32 mp

5. Granit Xhaka – 34 mp

4. Shokran Mustafi – 35 mp

3. Mesut Özil – 42.5 mp

2. Alexandre Lacazette – 47 mp

1. Pierre Emerick Aubameyang – 56 mp

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enski boltinn: Manchester United nældi í þrjú stig gegn Brentford – Leikmenn vöknuðu í seinni

Enski boltinn: Manchester United nældi í þrjú stig gegn Brentford – Leikmenn vöknuðu í seinni