fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Var rekinn um borð í flugvél í gærkvöldi af reiðum forseta – Fær 1,8 milljarð í sinn vasa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 09:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Koeman var rekinn frá Barcelona í gær, hann fékk að vita um uppsögnina um borð í flugvél þegar reiður forseti félagsins talaði við hann. Liðið var á leið heim til Katalóníu eftir tap í La Liga.

Sport segir frá þessu en stjórn félagsins ákvað í gær að reka Koeman úr starfi. Koeman fær 10 milljónir punda í sinn vasa eftir uppsögnina.

1,8 milljarður kemur sér vel fyrir Koeman sem verður án starfs næstu vikurnar.

Barcelona tapaði á útivelli gegn Rayo Vallecano í spænsku La Liga í gær. Radamel Falcao gerði eina mark leiksins þegar hálftími var liðinn. Memphis Depay brenndi af víti fyrir gestina á 72. mínútu. Barcelona er í níunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki. Rayo Vallecano er í fimmta sæti með 19 stig.

Vandræði Barcelona hafa mikið verið í umræðunni og var ákveðið að reka Koeman. Hann hafði stýrt liðinu í eitt og hálft tímabil.

Xavi er ein af hetjum félagsins en hann hefur verið sigursæll í Katar og er klár í að taka skrefið heim til Katalóníu. Sport á Spáni segir að Jurgen Klopp heilli forráðamenn Barcelona. Ólíklegt er þó að hægt sé að lokka hann frá öflugu liði Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Everton – Mason Mount sá um Watford

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Everton – Mason Mount sá um Watford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru bestu markmennirnir í dag – Sjáðu topp 10 listann

Þetta eru bestu markmennirnir í dag – Sjáðu topp 10 listann