fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Vanda vill ræða við Jóhann Berg – „Ég mun taka samtalið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 11:02

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ vill eiga samtal við Jóhann Berg Guðmundsson og aðra landsliðsmenn sem eru ósáttir með vinnubrögð sambandsins undanfarna mánuði. Þetta er eitt af því sem kemur fram í ítarlegri grein The Athletic.

Eins og alþjóð veit hefur gustað um sambandið síðustu vikur, leikmenn hafa verið sakaður um gróf brot. Þá féll stjórnin og Guðni Bergsson sagði af sér vegna mála tengdum því.

Meira:
Teikna upp svarta mynd af sögunni í kringum KSÍ – Ný gögn í máli Arons og Eggerts á borði lögreglu

Jóhan Berg tók ekki þátt í síðasta verkefni landsliðsins vegna meiðsla. Tók hann þó fram að hann væri ósáttur með vinnubrögð KSÍ undanfarnar vikur. Jóhann útskýrði mál sitt ekki frekar, því hefur ekki komið fram við hvað hann var og er ósáttur.

© 365 ehf / Eyþór

Vanda ræddi málið við The Athletic en vitað er um fleiri aðila sem eru ósáttir með KSÍ. „Ég er með skilaboð til þeirra, ef þið eruð ósáttir með eitthvað. Það eru ekki bara þessi mál, komið og ræðið við okkur,“ sagði Vanda.

Meira:
Jóhann Berg tæpur en segir: „Hef ekki verið fyllilega sáttur með vinnubrögð sambandsins“

„Ég hef lofað því að ég mun hlusta á fólk, að ég muni taka samtalið.“

Aðgerðahópurinn Öfgar kemur einnig fram í greininni og ræða þær um Jóhann Berg, er hann meðal annars sakaður um gerendameðvirkni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar