fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Vanda vill ræða við Jóhann Berg – „Ég mun taka samtalið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 11:02

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ vill eiga samtal við Jóhann Berg Guðmundsson og aðra landsliðsmenn sem eru ósáttir með vinnubrögð sambandsins undanfarna mánuði. Þetta er eitt af því sem kemur fram í ítarlegri grein The Athletic.

Eins og alþjóð veit hefur gustað um sambandið síðustu vikur, leikmenn hafa verið sakaður um gróf brot. Þá féll stjórnin og Guðni Bergsson sagði af sér vegna mála tengdum því.

Meira:
Teikna upp svarta mynd af sögunni í kringum KSÍ – Ný gögn í máli Arons og Eggerts á borði lögreglu

Jóhan Berg tók ekki þátt í síðasta verkefni landsliðsins vegna meiðsla. Tók hann þó fram að hann væri ósáttur með vinnubrögð KSÍ undanfarnar vikur. Jóhann útskýrði mál sitt ekki frekar, því hefur ekki komið fram við hvað hann var og er ósáttur.

© 365 ehf / Eyþór

Vanda ræddi málið við The Athletic en vitað er um fleiri aðila sem eru ósáttir með KSÍ. „Ég er með skilaboð til þeirra, ef þið eruð ósáttir með eitthvað. Það eru ekki bara þessi mál, komið og ræðið við okkur,“ sagði Vanda.

Meira:
Jóhann Berg tæpur en segir: „Hef ekki verið fyllilega sáttur með vinnubrögð sambandsins“

„Ég hef lofað því að ég mun hlusta á fólk, að ég muni taka samtalið.“

Aðgerðahópurinn Öfgar kemur einnig fram í greininni og ræða þær um Jóhann Berg, er hann meðal annars sakaður um gerendameðvirkni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópudeildin: West Ham hélt sigurgöngu sinni áfram – Midtjylland á enn möguleika

Evrópudeildin: West Ham hélt sigurgöngu sinni áfram – Midtjylland á enn möguleika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ralf Rangnick verður nýr stjóri Manchester United

Ralf Rangnick verður nýr stjóri Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vanda staðfestir að Arnar verði áfram þjálfari – Ræður því hver verður hans aðstoðarmaður

Vanda staðfestir að Arnar verði áfram þjálfari – Ræður því hver verður hans aðstoðarmaður
433Sport
Í gær

Áritun Pochettino á treyju Manchester United vekur athygli

Áritun Pochettino á treyju Manchester United vekur athygli
Sport
Í gær

Vanda og Arnar í felum – Áralangur vinskapur Arnars og Eiðs Smára gerir málið erfiðara

Vanda og Arnar í felum – Áralangur vinskapur Arnars og Eiðs Smára gerir málið erfiðara