fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Umdeilda stjörnuparið gæti flutt til Englands – Hafa stolið fyrirsögnunum síðustu daga

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 18:10

Wanda Nara og Mauro Icardi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur áhuga á Mauro Icardi, framherja Paris Saint-Germain, samkvæmt fréttum frá Spáni.

Hinn 28 ára gamli Icardi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið ásamt eiginkonu sinni Wöndu Nara.

Nara hefur sakað Icardi um framhjáhald undanfarið og virtist hún hafa slitið sambandinu í síðustu viku. Hún mætti hins vegar aftur heim til Parísar og var með ástarjátningar í garð Icardi. Allt virtist nú leika í blóma á nýjan leik.

Nara er ansi umdeild og tekur fyrirsagnirnar reglulega. Hún fór til að mynda frá Maxi Lopez, sem á þeim tíma var liðsfélagi Icardi, til þess að vera með þeim síðarnefnda. Nara sakaði Lopez einnig um framhjáhald. ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf,“ skrifaði Wanda á Instagram í síðustu viku.

Sambandið sprakk svo í loft upp um helgina þar sem Icardi henti konu sinni út af Instagram og sambandið virtist á enda. Í gær var komið að nýrri u-beygju í sambandinu. Báði fóru á samfélagsmiðla til að tjá sig um hvað þau elskuðu hvort annað heitt.

Icardi er ekki reglulegur byrjunarliðsmaður undir stjórn Mauricio Pochettino hjá PSG og gæti því leitað annað.

Samningur Argentínumannsins rennur út árið 2024 en Chelsea gæti reynt við hann í janúar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík