fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Getur Pochettino yfirgefið Messi, Neymar og Mbappe fyrir Man Utd?

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Star heldur því fram að Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, sé efstur á óskalista Manchester United, verði Ole Gunnar Solskjær látinn fara.

Pressa er komin á norska stjórann eftir 0-5 tap gegn Liverpool á heimavelli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, auk lélegra úrslita undanfarið.

Það er þó útlit fyrir að Solskjær fái að stýra Man Utd gegn Tottenham um næstu helgi.

Pochettino á góðar minningar frá ensku úrvalsdeildinni. Hann stýrði þar Tottenham og Sothampton við góðan orðstýr. Þá kom hann fyrrnefnda liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Sem fyrr segir er hann nú við stjórnvölinn hjá PSG í Frakklandi. Liðið er langefst í deildinni þar, með 7 stiga forskot strax eftir ellefu umferðir.

Hjá PSG eru leikmenn á borð við Lionel Messi, Neymar, Kylian Mbappe og svo lengi mætti telja.

Menn hafa því velt því upp hvort Pochettino myndi yfirgefa svoleiðis verkefni fyrir Man Utd á þessum tímapunkti.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikur Chelsea og Watford farinn aftur af stað – Endurlífgun bar árangur

Leikur Chelsea og Watford farinn aftur af stað – Endurlífgun bar árangur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikur Chelsea og Watford stöðvaður – Alvarlegt atvik í stúkunni

Leikur Chelsea og Watford stöðvaður – Alvarlegt atvik í stúkunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Moyes byrjaður að daðra við Lingard fyrir janúar

Moyes byrjaður að daðra við Lingard fyrir janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar tjáir sig loks um mál Eiðs Smára – Þungbær ákvörðun en ,„hún var nauðsynleg“

Arnar tjáir sig loks um mál Eiðs Smára – Þungbær ákvörðun en ,„hún var nauðsynleg“
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Leeds vann dramatískan sigur á Crystal Palace

Enski boltinn: Leeds vann dramatískan sigur á Crystal Palace
433Sport
Í gær

Ítalski boltinn: Morata og Dybala tryggðu Juventus þrjú stig

Ítalski boltinn: Morata og Dybala tryggðu Juventus þrjú stig