fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

U-beygja eftir u-beygju í sambandi ofurparsins – „Vorum þreytt á því að gráta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 09:08

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið gengið á í hjónabandi Mauro Icardi framherja PSG og Wanda Nara eiginkonu hans og umboðsmanns. Wanda sér um öll mál Icardi og er umdeild í starfi sínu sem umboðsmaður, gefur hún aldrei tommu eftir.

Nara hefur sakað Icardi um framhjáhald undanfarið og virtist hún hafa slitið sambandinu í síðustu viku. Hún mætti hins vegar aftur heim til Parísar og var með ástarjátningar í garð Icardi. Allt virtst nú leika í blóma á nýjan leik.

Nara er ansi umdeild og tekur fyrirsagnirnar reglulega. Hún fór til að mynda frá Maxi Lopez, sem á þeim tíma var liðsfélagi Icardi, til þess að vera með þeim síðarnefnda. Nara sakaði Lopez einnig um framhjáhald. ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf,“ skrifaði Wanda á Instagram í síðustu viku.

Wanda Nara og Mauro Icardi.

Sambandið sprakk svo í loft upp um helgina þar sem Icardi henti konu sinni út af Instagram og sambandið virtist á enda. Í gær var komið að nýrri u-beygju í sambandinu. Báði fóru á samfélagsmiðla til að tjá sig um hvað þau elskuðu hvort annað heitt.

Wanda skrifaði um söguna í gær. „Myndirnar sem ég hef sett inn síðustu mánuði sýndi hversu glöð við vorum,“ skrifar Wanda.

„Ég var sár yfir því sem gerðist, ég bað um skilnað á hverjum degi. Þegar Icardi áttaði sig á því að það væri enginn leið baka, þá sagði hann mér að við gætum ekki haldið svona áfram. Ef skilnaður væri það sem þyrfti til að skera á sársaukann, þá væri það í lagi. Við fórum til lögmanns okkar og Mauro skrifaði undir öll þau skilyrði sem ég setti.“

„Daginn eftir skrifaði hann mér bréf, enginn hefur sent mér svona bréf áður. Hann sagðist hafa gefið mér allt og að hann ætti allt, og ef ég væri glöð þá væri hann glaður.“

„Þá áttaði ég mig á því að ég gæti átt allt en ef ég væri ekki með honum þá ætti ég ekkert. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu gera okkur nánari. Við fengum bæði frelsi til að slíta þessu sambandinu. Við vorum þreytt á því að gráta og völdum að vera saman. Ég elska þig Mauro.“

Nara og Icardi giftu sig árið 2014. Þau eiga saman tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað
433Sport
Í gær

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir