fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Sjáðu listann: Þessi þykja líklegust til þess að hreppa Gullhnöttinn og nafnbótina besti leikmaður heims

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 12:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besti leikmaður í heimi, sá leikmaður sem hlýtur Gullhnöttinn svokallaða, verður valinn þann 29. nóvember næstkomandi. Gefin hefur verið út listi yfir þá leikmenn sem koma til greina í valinu og samkvæmt Sky Bet, þykir Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til þess að hreppa verðlaunagripinn í ár í karlaflokki og í kvennaflokki er talið líklegt að Alexia Putellas, leikmaður Barcelona, beri sigur úr býtum.

Þetta yrði þá í sjöunda skipti sem Messi myndi hreppa Gullhnötinn en hann og Cristiano Ronaldo hafa verið í sérflokki frá árinu 2008 ef undanskilið er árið 2018 þegar að Króatinn Luka Modric bar sigur úr býtum.

Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen er talinn vera næst líklegastur til þess að vinna verðlaunin í ár og Mohamed Salah, framherji Liverpool þar á eftir.

Alexia Putellas, leikmaður kvennaliðs Barcelona hefur átt frábært ár á Spáni, hún lék lykilhlutverk hjá Barcelona sem að vann þrennuna á síðasta tímabili, spænsku deildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Hún skoraði 32 mörk og gaf 21 stoðsendingu.

Sam Kerr, leikmaður Chelsea, er talin vera næst líklegust á eftir Alexiu. Kerr var hluti af liði Chelsea sem vann ensku deildina og Continental bikarinn svokallaða. Þá komst liðið einnig í úrslit Meistaradeildarinnar.

Tilnefningar ársins 2021 í karlaflokki:

Cesar Azpilicueta (Chelsea)
Nicolo Barella (Inter Milan)
Karim Benzema (Real Madrid)
Leonardo Bonucci (Juventus)
Kevin De Bruyne (Manchester City)
Giorgio Chiellini (Juventus)
Cristiano Ronaldo (Manchester United)
Ruben Dias (Manchester City)
Gianluigi Donnarumma (Paris Saint-Germain)
Bruno Fernandes (Manchester United)
Phil Foden (Manchester City)
Erling Haaland (Borussia Dortmund)
Jorginho (Chelsea)
Harry Kane (Tottenham)
N’Golo Kante (Chelsea)
Simon Kjaer (AC Milan)
Robert Lewandowski (Bayern Munich)
Romelu Lukaku (Chelsea)
Riyad Mahrez (Manchester City)
Lautaro Martinez (Inter Milan)
Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain)
Lionel Messi (Paris Saint-Germain)
Luka Modric (Real Madrid)
Gerard Moreno (Villarreal)
Mason Mount (Chelsea)
Neymar (Paris Saint-Germain)
Pedri (Barcelona)
Mohamed Salah (Liverpool)
Raheem Sterling (Manchester City)
Luis Suarez (Atletico Madrid)

Tilnefningar ársins 2021 í kvennaflokki:

Stina Blackstenius (BK Hacken)
Kadidiatou Diani (PSG)
Christiane Endler (Olympique Lyonnais)
Madeleine Eriksson(Chelsea)
Jessie fleming (Chelsea)
Pernille Harder (Chelsea)
Jennifer hermoso(FC Barcelona)
Marie-Antoinette Katoto (PSG)
Sam kerr (Chelsea)
Fran kirby (Chelsea)
Ashley Laurent (PSG)
Lieke Martens (FC Barcelona)
Samantha mewis (NC Courage)
Vivianne Miedema (Arsenal)
Sandra Panos (FC Barcelona)
Irène Paredès (FC Barcelona)
Alexia Putellas (FC Barcelona)
Wendie Renard (Olympique Lyonnais)
Christine sinclair (Portland thorns)
Ellen Blanc (Manchester City)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins