fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Leikur kattarins að músinni er Ísland sigraði Kýpur

Helga Katrín Jónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 20:41

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna var að ljúka rétt í þessu á Laugardalsvelli. Íslendingar fóru létt með gestina og sigruðu 5-0.

Það má með sanni segja að leikur Íslendinga við Kýpur hafi verið leikur kattarins að músinni. Ísland hafði gríðarlega yfirburði frá fyrstu mínútu leiksins og leikmenn Kýpur gerðu sig ekki líklega. Dagný Brynjarsdóttir kom Íslendingum yfir á 13. mínútu eftir sendingu frá Elísu Viðarsdóttur. Stuttu síðar tvöfaldaði Sveindís Jane Jónsdóttir forystuna með þrumuskoti í þaknetið. Karolína Lea Vilhjálmsdóttir setti svo þriðja markið rétt áður en flautað var til hálfleiks en stuttu áður hafði hún einnig komið boltanum í netið en það mark var dæmt af.

Leikurinn spilaðist svipað í seinni hálfleik, Ísland var meira með boltann og sótti stíft. Sveindís Jane skoraði fjóra markið á 54. mínútu og Alexandra Jóhannsdóttir bætti við því fimmta tíu mínútum síðar. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 5-0 því lokaniðurstaða leiksins.

Ísland 5 – 0 Kýpur
1-0 Dagný Brynjarsdóttir (´13)
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (´20)
3-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (´45)
4-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (´54)
5-0 Alexandra Jóhannsdóttir (´64)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“

Vanda rýfur þögnina í máli Eiðs Smára – „Ákvörðun sem þessi er alltaf þungbær“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins