fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Hannesi fannst erfitt að horfa á storminn í kringum KSÍ – „Beinar útsendingar marga daga í röð“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 13:30

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson markvörður Vals og fyrrum landsliðsmarkvörður var til viðtals Segðu mér á Rás1 í morgun. Þar ræddi hann um hin ýmsu málefni.

Hannes var að klára að frumsýna Leynilögguna sem er hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Ræddi hann um myndina sem vakið hefur mikla athygli.

Hannes ræddi einnig um fótboltaferilinn en hann ákvað í september að hætta með íslenska landsliðinu. Stormurinn hafði þá geysað í kringum liðið. ,,Mér finnst þetta erfitt, þetta er bara flókið mál í alla staði. Ég var með liðinu í september þegar að svona mesti hitinn var í gangi og þar vissi enginn í hvorn fótinn ætti að stíga. Við vorum að reyna einbeita okkur að því að spila þessa leiki sem átti að spila og á sama tíma að fylgjast með fréttum af stjórninni, væri hún á leiðinni út eða ekki. Það voru beinar útsendingar fyrir framan KSÍ marga daga í röð,“ sagði Hannes á Rás1.

,,Þetta er stórt mál og hefur gert það að verkum að kynslóðaskiptin í landsliðinu hafa komið hraðar en búist var við. Nú er komið nýtt lið og þetta lið getur einbeitt sér að því að spila fótbolta, það þarf ekki að hafa áhyggjur af öðrum málum,“

Framtíð Hannesar hjá Val er flókin, Heimir Guðjónsson vill losna við hann og fékk Guy Smith til félagsins. „Auðvitað er þetta ekkert skemmtileg staða sem er komin upp en það er verið að vinna í að leysa hana núna. Ég er búinn að eiga ágætis samtal við félagið og nú erum við í þeim farvegi á jákvæðum nótum. Við sjáum svo hvernig þetta fer,“ sagði Hannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Í gær

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?