fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Ný tíðindi um stöðu Solskjær – Aflýsti öllu og fundar með Glazer um stöðuna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 12:30

Arnold og Sir Alex Ferguson saman í stúkunni. Gety Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Arnold framkvæmdarstjóri Manchester United hætti við alla fundi í dag til að geta rætt um framtíð Ole Gunnar Solskjær hjá félaginu. Guardian segir frá.

Arnold mun í dag funda með Joel Glazer einum af eigendum félagsins um hvað skal gera.

Enginn neyðarfundur fór fram hjá stjórn Manchester United í gær eftir 0-5 tap gegn Liverpool á heimavelli. Samkvæmt Guardian er Antonio Conte klár í að taka við ef Solskjær verður rekinn.

Í frétt Guardian sem er talið mjög áreiðanlegur miðill segir að leikmenn séu farnir að efast stórlega um hæfni Solskjær. Þeim líkar  við hann sem persónu en efast um hæfni hans.

Staða Solskjær er erfið, liðið hefur spilað illa á þessu tímabili og niðurlæging á heimavelli gæti verið síðasti naglinn í kistuna. Enskir veðbankar telja að starfa Solskjær hangi á bláþræði. Veðbankinn Skybet gefur stuðulinn 1,25 á það að Solskjær verði rekinn. Slíkur stuðull bendir yfirleitt til þess að eitthvað sé í vændum.

Solskjær er að hefja sitt þriðja heila tímabil og eftir góða takta í starfi virðist norski stjórinn nú vera á endastöð.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Í gær

Salah nálgast met Jamie Vardy óðfluga

Salah nálgast met Jamie Vardy óðfluga
433Sport
Í gær

Allt logar á Twitter eftir umdeilt mark Smith-Rowe

Allt logar á Twitter eftir umdeilt mark Smith-Rowe