fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Margir fá sting í hjartað yfir svipbrigðum Ferguson í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svipbrigði Sir Alex Ferguson yfir leik Manchester United og Liverpool í gær segja alla söguna, fyrrum stjóri félagsins var í sárum á meðan Kenny Dalglish fyrrum stjóri Liverpool var skælbrosandi.

Liverpool byrjaði af krafti en Naby Keita kom þeim yfir eftir fimm mínútur og Diogo Jota tvöfaldaði forystuna tæpum tíu mínútum síðar. Leikurinn róaðist aðeins eftir það þar til Mo Salah skoraði þriðja markið á 38. mínútu. Salah gerði svo út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði fjórða mark Liverpool. Staðan var því 4-0 fyrir gestunum í hálfleik, hreint ótrúlegar tölur og stuðningsmenn púuðu á sitt lið er það gekk til búningsklefa.

Salah fullkomnaði þrennuna í byrjun seinni hálfleiks og leikmenn Manchester United virtust hreinlega vera búnir að gefast upp. Stuttu síðar kom Ronaldo knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu fékk Pogba að líta beint rautt spjald eftir tæklingu á Naby Keita og leikmenn United því orðnir tíu og verkefnið erfitt.

Margir hafa fengið illt í hjartað að sjá Ferguson í stúkunni eftir að hafa komið félaginu í fremstu röð. Nú er staðan önnur og óvíst er hvenær United kemst aftur í fremstu röð. Svipbrigði Ferguson segja alla söguna en þau má sjá hér að neðan.

Leikurinn róaðist nokkuð eftir það og ekki voru fleiri mörk skoruð og ótrúlegur 5-0 sigur Liverpool staðreynd í gær.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton