fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Henry vill ekki sjá Messi úti á kanti – „Hann er einangraður“

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 25. október 2021 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry, fyrrum liðsfélagi Lionel Messi hjá Barcelona, segir að framherjinn sé einangraður úti á kanti og að PSG ætti að íhuga að færa hann meira miðsvæðis.

Argentínumaðurinn byrjaði á kantinum í markalausu jafntefli PSG gegn Marseille á sunnudag. Þetta var fjórði leikur Messi í frönsku úrvalsdeildinni en honum hefur enn ekki tekist að skora í deildinni það sem af er tímabils.

Messi hefur aðallega spilað á hægri kanti í þriggja manna framlínu PSG undir stjórn Mauricio Pochettino, með Neymar úti vinstra megin og Kylian Mbappe í miðjunni.

Parísarliðið breytti um leikkerfi á sunnudag og skipti úr 4-3-3 í 4-2-3-1, en Messi hélt stöðu sinni úti hægra megin.

Henry telur að hlutverk Messi í núverandi leikkerfi henti honum ekki og kallar eftir því að Pochettino geri breytingar.

Messi er einangraður og snertir boltann lítið. Ég myndi ekki segja að hann sé dapur, en ég sé að hann er einangraður í þessari stöðu,“ sagði Henry á Amazon Prime. „Ég vil frekar að hann sé í miðjunni, og ég tel að hæfileikar hans njóti sín ekki úti hægra megin. Það hlýtur að vera einhver leið til að fá Messi, Mbappe og Neymar til að spila saman.

Messi talar ekki mikið. Hann gerir það með boltanum. Eins og staðan er núna er Kylian miðpunktur liðsins. Hann fær þá til að skína. Boltinn leitar til Kylian og liðið getur ekki spilað saman ef það er fleiri en einn bílstjóri. Það er of mikil dreifing á liðinu. Þeir spila ekki á samstilltum hraða,“ bætti Henry við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu