fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Enski boltinn: Liverpool valtaði yfir United – Var þetta síðasti leikur Ole?

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 24. október 2021 17:27

Leikmenn Liverpool fagna einu markanna í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint ótrúlegum leik var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu er Manchester United tók á móti erkifjendunum í Liverpool. Liverpool vann 5-0 stórsigur á United í leiknum.

Liverpool byrjaði af krafti en Keita kom þeim yfir eftir fimm mínútur og Jota tvöfaldaði forystuna tæpum tíu mínútum síðar. Leikurinn róaðist aðeins eftir það þar til Salah skoraði þriðja markið á 38. mínútu. Salah gerði svo út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði fjórða mark Liverpool. Staðan var því 4-0 fyrir gestunum í hálfleik, hreint ótrúlegar tölur og stuðningsmenn púuðu á sitt lið er það gekk til búningsklefa.

Salah fullkomnaði þrennuna í byrjun seinni hálfleiks og leikmenn Manchester United virtust hreinlega vera búnir að gefast upp. Stuttu síðar kom Ronaldo knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu fékk Pogba að líta beint rautt spjald eftir tæklingu á Naby Keita og leikmenn United því orðnir tíu og verkefnið erfitt.

Leikurinn róaðist nokkuð eftir það og ekki voru fleiri mörk skoruð og ótrúlegur 5-0 sigur Liverpool staðreynd í dag. Liverpool er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi frá toppnum en Manchester United er í 7. sæti.

Manchester United 0 – 5 Liverpool
0-1 N. Keita (´5)
0-2 Diogo Jota (´13)
0-3 Mohamed Salah (´38)
0-4 Mohamed Salah (´45+4)
0-5 Mohamed Salah (´50)
Pogba, rautt spjald

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Serie A: Juventus tapaði heima gegn Atalanta – 11 stigum frá toppnum

Serie A: Juventus tapaði heima gegn Atalanta – 11 stigum frá toppnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

PSG íhugar stöðuna – Gætu hleypt Pochettino til Man Utd

PSG íhugar stöðuna – Gætu hleypt Pochettino til Man Utd
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefur alltaf farið þangað sem peningarnir eru – Gæti keypt einkaþotu Floyd Mayweather í dag

Hefur alltaf farið þangað sem peningarnir eru – Gæti keypt einkaþotu Floyd Mayweather í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guðlaugur Victor kom inn á í lok leiks – Magnaður seinni hálfleikur

Guðlaugur Victor kom inn á í lok leiks – Magnaður seinni hálfleikur
433Sport
Í gær

Newcastle ætlar að sækja þessa leikmenn í janúar – Leikmenn Liverpool og United á óskalistanum

Newcastle ætlar að sækja þessa leikmenn í janúar – Leikmenn Liverpool og United á óskalistanum
433Sport
Í gær

Segir að Messi ætti að skammast sín fyrir frammistöður sínar hjá PSG

Segir að Messi ætti að skammast sín fyrir frammistöður sínar hjá PSG