fbpx
Miðvikudagur 01.desember 2021
433Sport

Enski boltinn: Joshua King sá um Everton – Jafnt í öðrum leikjum

Helga Katrín Jónsdóttir
Laugardaginn 23. október 2021 15:58

Joshua King / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu. Watford sigraði Everton, Leeds jafnaði metin undir lokin gegn Wolves, Crystal Palace gerði jafntefli við Newcastle og Sothampton og Burnley skildu jöfn.

Crystal Palace tók á móti Crystal Palace og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Crystal Palace stýrði lunganu úr leiknum og gerðu sig líklega til að skora í fyrri hálfleik. Christian Benteke kom þeim yfir snemma í seinni hálfleik með laglegum skalla en Callum Wilson jafnaði með bakfallsspyrnu stuttu síðar. Benteke skoraði mark undir lok leiks en það var dæmt af og 1-1 niðurstaðan því staðreynd.

Crystal Palace 1 – 1 Newcastle
1-0 C. Benteke (´56)
1-1 C. Wilson (´65)

Everton tók á móti Watford en leiknum lauk með 2-4 sigri gestanna. Tom Davies kom Everton yfir strax á 3. mínútu en Joshua King jafnaði tíu mínútum síðar. Jafnræði var með liðunum en Richarlison kom heimamönnum yfir á 63. mínútu með laglegum skalla gegn sínum gömlu félögum. Juraj Kucka jafnaði metin fyrir Watford með glæsilegum skalla á 78. mínútu og Joshua King kom gestunum yfir tveimur mínútum síðar. King fullkomnaði svo þrennuna með marki undir lok leiks. Emmanuel Dennis skoraði fimmta mark Watford í uppbótartíma og kórónaði þar með góðan sigur Watford.

Everton 2 – 5 Watford
1-0 T. Davies (´3)
1-1 J. King (´13)
2-1 Richarlison (´63)
2-2 J. Kucka (´78)
2-3 J. King (´80)
2-4 J. King (´87)
2-5 E. Dennis (´90)

Southampton tók á móti Burnley og skildu liðin jöfn. Cornet sem keyptur var frá Lyon í sumar kom Burnley yfir strax á 13. mínútu leiksins með glæsilegum skalla. Livramento jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Broja, lánsmaður Chelsea, kom heimamönnum yfir snemma í seinni hálfleik eftir mistök varnarmanna Burnley en Cornet jafnaði metin með sínu öðru marki í leiknum stuttu síðar. Þess má geta að Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum og kom inn á á 78. mínútu leiksins.

Southampton 2 – 2 Burnley
0-1 M. Cornet (´13)
1-1 V. Livramento (´41)
2-1 A. Broja (´50)
2-2 M. Cornet (´57)

Loks tók Leeds á móti Wolves þar sem gestirnir höfðu betur. Leeds var sterkara liðið í leiknum en Hee-Chan kom Wolves yfir snemma leiks. Leikmenn Leeds sóttu stíft og uppskáru í uppbótartíma þegar Rodrigo jafnaði metin úr vítaspyrnu.

Leeds 1 – 1 Wolves
0-1 Hwang Hee-Chan (´10)
1-1 Rodrigo (´90+4)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester