fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Enski boltinn: Chelsea valtaði yfir Norwich – Mount með þrennu

Helga Katrín Jónsdóttir
Laugardaginn 23. október 2021 13:22

Mason Mount fagnar marki sínu / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 7-0 stórsigri Chelsea.

Chelsea var með öll völd á vellinum frá byrjun leiks en Mason Mount kom liðinu yfir strax á 8. mínútu með glæsilegu skoti rétt fyrir utan teig. Hudson-Odoi tvöfaldaði forystu heimamanna tíu mínútum síðar eftir frábæra sendingu frá Kovacic. Reece James skoraði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks með góðri vippu.

Yfirburðirnir héldu áfram í seinni hálfleik en leikmenn Norwich sáu aldrei til sólar. Ben Chilwell skoraði fjórða markið á 57. mínútu með flottu skoti í fjærhornið og Aarons varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark stuttu síðar. Enn héldu hörmungar gestanna áfram en Ben Gibson fékk að líta seinna gula spjaldið og þar með rautt um miðjan seinni hálfleik eftir ljóta tæklingu á Reece James.

Undir lok leiks fékk Chelsea vítaspyrnu sem Mason Mount lét verja frá sér, Krul steig þó af línunni og var spyrnan endurtekin og þá skoraði Mount. Mount var ekki hættur en hann skoraði sjöunda mark Chelsea undir lok leiks eftir sendingu Loftus-Cheek. 7-0 stórsigur Chelsea því staðreynd og Chelsea á toppnum í deildinni.

Chelsea 7 – 0 Norwich
1-0 M. Mount (´8)
2-0 C. Hudson-Odoi (´18)
3-0 R. James (´42)
4-0 B. Chilwell (´57)
5-0 M. Aarons,sjálfsmark (´62)
6-0 M. Mount (´85)
7-0 M. Mount (90+1)
B. Gibson, rautt spjald

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester