fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Eiður Smári opnaði sig um málin sem hafa verið á allra vörum – ,,Hver er ég að svara fyrir það?“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 23. október 2021 07:30

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla og knattspyrnugoðsögn, var gestur í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV í gærkvöldi. Þar ræddi hann meðal annars þau erfiðu mál sem knattspyrnusambandið, karlalandsliðið og þjálfarar hafa þurft að takast á við undanfarið í tengslum við meint kynferðisbrot nokkurra landsliðsmanna.

Arnar Þór Viðarsson tók við sem landsliðsþjálfari í lok síðasta árs og var Eiður ráðinn honum til aðstoðar á sama tíma. Undanfarnar vikur hefur umræðan í kringum karlalandsliðið að mestu verið neikvæð. Formaður og stjórn KSÍ sögðu til að mynda af sér eftir að hafa verið sökuð um að hylma yfir meintum kynferðisafbrotum landsliðsmanna.

Gísli Marteinn spurði Eið út í það hvernig það hefur verið fyrir þjálfaranna að umræðan í kringum landsliðið snúi að mestu ekki að fótboltanum sjálfum stóran hluta af þjálfaratíð þeirra.

,,Ég er fyrst og fremst ánægður með starfið sem okkur var treyst fyrir. Það sem hefur gerst á undanförnum mánuðum, án þess að rýna djúpt í það, það vita flestir að það hafa komið upp mál sem við höfum bara ekki lent í sem íþróttahreyfing eða knattspyrnusamband eða þjóð. Þetta hefur verið skrýtið, hefur verið sérstakt og maður var ekki undirbúinn þessari stöðu. En allt er þetta reynsla fyrir okkur. Svo eru þetta önnur mál sem við erum spurðir að en ég sem slíkur, hver er ég til að svara fyrir það?“ Sagði Eiður.

Hann hélt áfram. ,,Formaður fer, stjórn fer, ný stjórn að koma og við höfum engan til að horfa upp á og segja ,,heyrðu kannski er þetta eitthvað sem þið þurfið að svara fyrir frekar en við sem þjálfarar. En auðvitað á þessi umræða og allt þetta rétt á sér. Við höfum alltaf reynt að segja það, ég og Arnar, sem þjálfarar og persónur, auðvitað fordæmum við allt ofbeldi, alveg sama hvað það er. En á endanum reynum við líka að minna á að við erum bara fótboltaþjálfarar. Við höfum ekki vitneskju á svona málum. Og sem betur fer eru komnir verkferlar, fagfólk mun núna taka þessi mál að sér innan ÍSÍ og KSÍ. Það er fagfólk því þau vita hvernig á að gera það og í hvaða ferli þessi mál þurfa að fara í.“

Ísland sigraði Liechtenstein í undankeppni HM í síðasta landsleikjaglugga. Eiður segir stemninguna á þeim leik hafa verið aðeins jákvæðari en vikurnar á undan.

,,Ég hafði það á tilfinningunni í leiknum á móti Liechtenstein, það var dræm miðasala og KSÍ tók upp á því að bjóða frítt á leikinn, eða öllum yngri en 16 ára og allt í einu, 4 eða 5 þúsund manns. Maður fann fyrir jákvæðni og fólk var að mæta til að styðja liðið.“

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í karlalandsliðinu undanfarið. Margir ungir leikmenn hafa fengið tækifæri í fjarveru reynslubolta, sem eru ýmist hættir með landsliðinu eða hafa ekki verið valdir í síðustu landsliðshópa vegna utanaðkomandi aðstæðna.

,,Endurnýjunin á liðinu hefur þurft að gerast mun hraðar en við bjuggumst við. Allt strákar sem hafa frábær gæði. En ef allt væri eðlilegt væru þessir strákar að taka þessi skref eftir eitt, tvö ár. En þeim var hent út í djúpu laugina og við reynum að búa til besta liðið sem við getum úr þeim,“ sagði Eiður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vill komast til Real Madrid – Peningar skipta ekki máli

Vill komast til Real Madrid – Peningar skipta ekki máli
433Sport
Í gær

Sigurjón skammar KSÍ og segir illa komið fram við Eið Smára – „Gerði ekkert sem á að kosta brottrekstur“

Sigurjón skammar KSÍ og segir illa komið fram við Eið Smára – „Gerði ekkert sem á að kosta brottrekstur“
433Sport
Í gær

Sex störf sem atvinnulaus Solskjær gæti horft til

Sex störf sem atvinnulaus Solskjær gæti horft til