fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Undankeppni HM: Frábær sigur Íslands á Tékkum

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 22. október 2021 20:41

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann frábæran sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísland byrjaði leikinn vel og komst yfir á 12. mínútu. Þá átti Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sendingu fyrir mark Tékka. Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði að setja fótinn í boltann og þaðan fór hann í stöngina og í Barbora Votikova, markvörð gestanna, og inn.

Tékkland sótti í sig veðrið næstu mínútur eftir markið en tókst ekki að ógna almennilega. Staðan í hálfleik var 1-0 eftir fínasta fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu.

Ísland byrjaði seinni hálfleikinn einnig af krafti. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forystuna á 58. mínútu. Þá skoraði hún með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýu Gísladóttur.

Gestirnir komu sér betur inn í leikinn eftir markið og ógnuðu fram á við. Það var hins vegar Ísland sem skoraði næsta mark. Það gerði Svava Rós Guðmundsdóttir. Guðný Árnadóttir átti þá fyrirgjöf sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom á Svövu sem skoraði.

Gunnhildur skoraði svo fjórða markið. Það gerði hún eftir sendingu frá Guðnýu.

Lokatölur 4-0. Frábær sigur Íslands. Liðið er nú með 3 stig eftir tvo leiki í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Evrópudeildin: West Ham hélt sigurgöngu sinni áfram – Midtjylland á enn möguleika

Evrópudeildin: West Ham hélt sigurgöngu sinni áfram – Midtjylland á enn möguleika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ralf Rangnick verður nýr stjóri Manchester United

Ralf Rangnick verður nýr stjóri Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vanda staðfestir að Arnar verði áfram þjálfari – Ræður því hver verður hans aðstoðarmaður

Vanda staðfestir að Arnar verði áfram þjálfari – Ræður því hver verður hans aðstoðarmaður
433Sport
Í gær

Áritun Pochettino á treyju Manchester United vekur athygli

Áritun Pochettino á treyju Manchester United vekur athygli
Sport
Í gær

Vanda og Arnar í felum – Áralangur vinskapur Arnars og Eiðs Smára gerir málið erfiðara

Vanda og Arnar í felum – Áralangur vinskapur Arnars og Eiðs Smára gerir málið erfiðara