fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Fullyrðir að búið sé að reka Eystein – Mikið gekk á í vor

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 22. október 2021 11:05

Eysteinn Húni (til vinstr) / Mynd: Keflavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, fullyrðir að Eysteinn Húni, hafi verið rekinn frá Pepsi-Max deildar liði Keflavíkur og að Haraldur Guðmundsson, sem lét af störfum hjá Reyni Sandgerði á dögunum, muni koma inn í þjálfarateymi liðsins með Sigurði Ragnari Eyjólfssyni.

,,Eysteinn er farinn, það er búið að reka hann. Haraldur Guðmundsson hætti hjá Reyni Sandgerði í gær og það verður líklegast tilkynnt á næstu mínútum að hann verði aðstoðarþjálfari Sigga Ragga hjá Keflavík eða meðþjálfari. Hann er gamall fyrirliði úr Keflavík og einn dáðasti sonur Suðurnesjana,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, einn af sérfræðingum hlaðvarpsþáttarins Þungavigtarinnar.

Hefur kastast í kekki áður:

Samstarf Eysteins og Sigurðar Ragnars hefur verið stormasamt og Sigurður Ragnar staðfesti það í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is fyrr á árinu að það hafi reynst erfitt fyrir sig að starfa sem aðalþjálfari með öðrum aðalþjálfara en þeir hafi þó leyst það fagmannlega á endanum.

„Það var nýtt fyrir mér að vinna með öðrum, að við séum báðir aðalþjálfarar. Það tók okkur langan tíma að fá það til fúnkera vel, í dag fúnkerar það mjög vel…Við höfum reynt að nýta styrkleika hvor annars, það tekur oft langan tíma að komast að ákvörðun þegar það eru tveir. Sérstaklega þegar báðir eru þrjóskir eins og við erum, við höfum okkar hugmyndafræði. Stundum þarf maður að gefa eftir, það fær mann til að hugsa um hvað manni finnst mikilvægt. Við reynum að vinna þetta saman, þannig að liðið nái árangri,“ sagði Sigurður Ragnar í sjónvarpsþættinum 433.is fyrr á árinu.

Undir stjórn Eysteins og Sigurðar Ragnars enduðu nýliðar Keflavíkur í 10. sæti á nýafstöðnu tímabili í Pepsi Max deildinni með 21 stig, einu stigi frá fallsæti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Í gær

Salah nálgast met Jamie Vardy óðfluga

Salah nálgast met Jamie Vardy óðfluga
433Sport
Í gær

Allt logar á Twitter eftir umdeilt mark Smith-Rowe

Allt logar á Twitter eftir umdeilt mark Smith-Rowe