fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Keflavík staðfestir að búið sé að segja Eysteini upp – Haraldur aðstoðar Sigga Ragga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. október 2021 13:32

Siggi Raggi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur komist að samkomulagi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson um að hann verði aðalþjálfari meistarflokks karla hjá félaginu. Honum til aðstoðar verður Haraldur Guðmundsson sem þjálfað hefur meistaraflokk karla hjá Reyni Sandgerði síðustu ár.

„Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Eysteini Húna Haukssyni, öðrum aðalþjálfara liðsins síðustu tvö ár, fyrir frábær störf í þágu meistaraflokksins síðustu ár en hann tók við liðinu á erfiðum tíma um mitt sumar 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar áður. Eysteinn og Sigurður Ragnar komu Keflavíkurliðinu upp úr Lengjudeildinni í fyrra og héldu liðinu í deildinni á liðnu sumri. Eysteinn Húni starfar ennþá hjá yngri flokkum Keflavíkur og er í viðræðum við félagið um stærra hlutverk í afreksstarfi félagsins,“ segir í yfirlýsingu en samkvæmt fréttum var Eysteini vikið úr starfi.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður aðalþjálfari félagins en hann hefur verið þjálfari liðsins ásamt Eysteini síðan í lok árs 2019. Sigurður hefur mikla reynslu af þjálfun, en hann náði eftirtektarverðum árangri með íslenska kvennalandsliðið á sínum tíma og hefur einnig þjálfað í Kína og Noregi auk félagsliða á Íslandi.

Sigurði til aðstoðar verður Haraldur Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og leikmaður og fyrirliði Keflavíkur til margra ára. Hann hefur þjálfað lið Reynis Sandgerði með góðum árangri síðustu ár, tók við þeim í fjórðu efstu deild og skilur við þá í annarri deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Í gær

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?