fbpx
Mánudagur 06.desember 2021
433Sport

Keflavík staðfestir að búið sé að segja Eysteini upp – Haraldur aðstoðar Sigga Ragga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. október 2021 13:32

Siggi Raggi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur komist að samkomulagi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson um að hann verði aðalþjálfari meistarflokks karla hjá félaginu. Honum til aðstoðar verður Haraldur Guðmundsson sem þjálfað hefur meistaraflokk karla hjá Reyni Sandgerði síðustu ár.

„Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Eysteini Húna Haukssyni, öðrum aðalþjálfara liðsins síðustu tvö ár, fyrir frábær störf í þágu meistaraflokksins síðustu ár en hann tók við liðinu á erfiðum tíma um mitt sumar 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar áður. Eysteinn og Sigurður Ragnar komu Keflavíkurliðinu upp úr Lengjudeildinni í fyrra og héldu liðinu í deildinni á liðnu sumri. Eysteinn Húni starfar ennþá hjá yngri flokkum Keflavíkur og er í viðræðum við félagið um stærra hlutverk í afreksstarfi félagsins,“ segir í yfirlýsingu en samkvæmt fréttum var Eysteini vikið úr starfi.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður aðalþjálfari félagins en hann hefur verið þjálfari liðsins ásamt Eysteini síðan í lok árs 2019. Sigurður hefur mikla reynslu af þjálfun, en hann náði eftirtektarverðum árangri með íslenska kvennalandsliðið á sínum tíma og hefur einnig þjálfað í Kína og Noregi auk félagsliða á Íslandi.

Sigurði til aðstoðar verður Haraldur Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og leikmaður og fyrirliði Keflavíkur til margra ára. Hann hefur þjálfað lið Reynis Sandgerði með góðum árangri síðustu ár, tók við þeim í fjórðu efstu deild og skilur við þá í annarri deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Inter rúllaði yfir Milan í Íslendingaslagnum – Albert fékk ekki mínútu

Inter rúllaði yfir Milan í Íslendingaslagnum – Albert fékk ekki mínútu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Borgarfulltrúi Viðreisnar ósátt með umræðuna – ,,Má augljóslega sjá hversu erfitt margir eiga með að sjá konu leiða KSÍ“

Borgarfulltrúi Viðreisnar ósátt með umræðuna – ,,Má augljóslega sjá hversu erfitt margir eiga með að sjá konu leiða KSÍ“
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Manchester City á toppinn eftir góðan sigur á Watford

Enski boltinn: Manchester City á toppinn eftir góðan sigur á Watford
433Sport
Í gær

Ítalski boltinn: Þægilegur sigur Inter á Roma

Ítalski boltinn: Þægilegur sigur Inter á Roma