fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Efast um að Solskjær verði lengi hjá United ef leikurinn gegn Liverpool um helgina tapast

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 22. október 2021 09:35

Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina, segist ekki geta séð Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, til langs tíma hjá félaginu ef leikurinn gegn Liverpool um helgina tapast. Þetta skrifar hann í pistli sem birtist á vefmiðli Sky Sports.

Þá segir hann einnig enga hættu á því að Liverpool muni valta yfir Manchester United eins og margir halda. ,,Þetta mun vera alvöru leikur því þetta er leikurinn,“ skrifaði Merson.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ole Gunnars Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. Liðið sýndi baráttuanda á miðvikudaginn er það sneri töpuðum leik sér í vil gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu en annars hafa úrslitin ekki verið upp á marga fiska undanfarið.

,,Ef United tapar fyrir Liverpool þá get ég ekki séð að Solskjær verði hjá United  til langs tíma,“ skrifaði Paul Merson í pistli sem birtist á Sky Sports.

Manchester United er fyrir leikinn í 6. sæti með 14 stig eftir 8 leiki. Liverpool situr í 2. sæti með 18 stig en liðin mætast á sunnudaginn á Old Trafford klukkan 15:30.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Í gær

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal
433Sport
Í gær

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo