fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 21. október 2021 21:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikjum var að ljúka í Evrópudeild karla í kvöld en alls voru 14 leikir spilaðir í keppninni í dag.

West Ham og Leicester eru einu ensku liðin í keppninni eins og stendur en þau lið sem enda í 3. sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fá sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Leicester vann 4-3 sigur á Spartak Moskvu í gær eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik. Hinn efnilegi Patson Daka skoraði öll fjögur mörk Leicester í leiknum.

West Ham hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni og hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld með 3-0 sigri á Genk á London vellinum.

Craig Dawson náði forystunni fyrir heimamenn með skalla eftir hornspyrnu frá Aaron Cresswell. Cresswell lagði einnig upp annað mark West Ham þegar hann gaf fyrir á kollinn á Issa Diop sem skallaði boltann í netið á 57. mínútu og Jarod Bowen setti punktinn yfir i-ið tveimur mínútum síðar með þriðja marki heimamanna sem er með fullt hús stiga á toppi H-riðils. Genk er með 3 stig eins og hin þrjú liðin í riðlinum.

Napoli vann fyrsta leik sinn í riðlakeppninni í ár með 3-o sigri á toppliði Legia Warsaw í C-riðli. Monaco sótti þrjú stig á útivelli gegn PSV í B-riðli og Lyon er áfram með fullt hús stiga í A-riðli eftir 4-3 sigur á Sparta Praha.

Úrslitin í seinni leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni má sjá hér að neðan.

Frankfurt 3 – 1 Olympiakos

Lokomotiv Moscow 0 – 1 Galatasary

Napoli 3 – 0 Legia Warsaw

PSV 1 – 2 Monaco

Rangers 2 – 0 Brondby

Sparta Praha 3 – 4 Lyon

Sturm Graz 0 – 1 Real Sociedad

West Ham 3 – 0 Genk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Í gær

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?