fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 21. október 2021 21:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikjum var að ljúka í Evrópudeild karla í kvöld en alls voru 14 leikir spilaðir í keppninni í dag.

West Ham og Leicester eru einu ensku liðin í keppninni eins og stendur en þau lið sem enda í 3. sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fá sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Leicester vann 4-3 sigur á Spartak Moskvu í gær eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik. Hinn efnilegi Patson Daka skoraði öll fjögur mörk Leicester í leiknum.

West Ham hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni og hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld með 3-0 sigri á Genk á London vellinum.

Craig Dawson náði forystunni fyrir heimamenn með skalla eftir hornspyrnu frá Aaron Cresswell. Cresswell lagði einnig upp annað mark West Ham þegar hann gaf fyrir á kollinn á Issa Diop sem skallaði boltann í netið á 57. mínútu og Jarod Bowen setti punktinn yfir i-ið tveimur mínútum síðar með þriðja marki heimamanna sem er með fullt hús stiga á toppi H-riðils. Genk er með 3 stig eins og hin þrjú liðin í riðlinum.

Napoli vann fyrsta leik sinn í riðlakeppninni í ár með 3-o sigri á toppliði Legia Warsaw í C-riðli. Monaco sótti þrjú stig á útivelli gegn PSV í B-riðli og Lyon er áfram með fullt hús stiga í A-riðli eftir 4-3 sigur á Sparta Praha.

Úrslitin í seinni leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni má sjá hér að neðan.

Frankfurt 3 – 1 Olympiakos

Lokomotiv Moscow 0 – 1 Galatasary

Napoli 3 – 0 Legia Warsaw

PSV 1 – 2 Monaco

Rangers 2 – 0 Brondby

Sparta Praha 3 – 4 Lyon

Sturm Graz 0 – 1 Real Sociedad

West Ham 3 – 0 Genk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Davíð Þór Viðarsson verður yfirmaður knattspyrnumála hjá FH

Davíð Þór Viðarsson verður yfirmaður knattspyrnumála hjá FH
433Sport
Í gær

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Lærisveinar Conte höfðu betur gegn nýliðunum

Enski boltinn: Lærisveinar Conte höfðu betur gegn nýliðunum
433Sport
Í gær

Messi elskar að vera liðsfélagi Sergio Ramos

Messi elskar að vera liðsfélagi Sergio Ramos
433Sport
Í gær

Fær mánuð til að sanna sig hjá Xavi – Verður annars seldur í janúar

Fær mánuð til að sanna sig hjá Xavi – Verður annars seldur í janúar