fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Steve Bruce rekinn frá Newcastle

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 09:40

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bruce hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Newcastle United. Þetta herma heimildir Sky Sports en Keith Downie, fréttamaður þeirra greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Twitter. Fréttirnar hafa nú verið staðfestar af Newcastle United.

Þetta eru fréttir sem búist hefur verið við síðan að nýjir eigendur tóku við eignarhaldi á félaginu.

Steve Bruce hefur verið knattspyrnustjóri Newcastle síðan árið 2019. Undir hans stjórn vann liðið 28 leiki, gerði 28 jafntefli og tapaði 41 leik. Liðið endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2019-20 og 13. sæti tímabilið 2020-21. Bruce skilur við liðið í 19. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Ég er þakklátur þjálfarateymi mínu og leikmönnum fyrir vinnusemi sína. Við höfum farið í gegnum góða og slæma tíma saman allir hafa gefið allt sitt í þetta og ættu að vera stoltir. Þetta er félag með mikinn stuðning á bak við sig og ég vona að nýjir eigendur geti komið félaginu á staðinn sem það vill vera á. Ég óska öllum alls hins besta,“ segir Steve Bruce meðal annars í yfirlýsingu sem birt var af Newcastle United.

Graeme Jones, aðstoðarþjálfari Bruce, mun stýra liðinu um næstu helgi er Newcastle mætir Crystal Palace.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik: Henti sér í jörðina eftir snertingu dómara – Fékk skilaboð frá fyrrum íslenskum liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik: Henti sér í jörðina eftir snertingu dómara – Fékk skilaboð frá fyrrum íslenskum liðsfélaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks

Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt fyrir Arsenal – Hörmungar Newcastle halda áfram

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt fyrir Arsenal – Hörmungar Newcastle halda áfram
433Sport
Í gær

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba