fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með spænskan blaðamann sem tók við hann viðtal eftir frábæran útisigur Liverpool á Atletico Madrid í gærkvöldi.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Liverpool en eftir leik, neitaði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico, að taka í höndina á Klopp. Hann hljóp frekar rakleiðis inn leikmannagöngin. Simeone Klopp var hissa á athæfi og veifaði á eftir honum er hann hljóp inn göngin.

Það var upplifun spænska blaðamannsins sem tók viðtal við Klopp í gær að hann hefði reiðst Simeone fyrir að hafa neitað að taka í höndina á sér. Klopp virtist hins vegar vera hinn rólegi eftir leik og tók þess í stað í höndina á öðrum úr þjálfarateymi Atletico sem og leikmönnum liðsins.

,,Þú varst mjög reiður eftir leik, hver var ástæðan fyrir því? Maður skyldi halda að þú ættir að vera glaður með úrslitin?“ var spurning blaðamannsins til Klopp í viðtali eftir leik.

,,Var ég reiður?“ var svar Klopps til blaðamannsins. Klopp svaraði síðan blaðamanninum fullum hálsi: ,,Ég er ekki hálfviti, ég var ekki reiður. Þú vilt búa til fyrirsagnir með þessu og ert ekki góð manneskja. Núna er ég reiður vegna spurningar þinnar,“ sagði Jurgen Klopp um leið og hann gekk úr viðtalinu.

Létu finna fyrir sér í Madríd:

Sigur Liverpool í gær var virkilega sterkur. Mohamed Salah kom gestunum frá Liverpool yfir strax á 8. mínútu gegn Atletico Madrid. Naby Keita tvöfaldaði forystuna stuttu síðar.

Atletico jafnaði leikinn þó í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Antoine Griezmann. Hann fékk svo rautt spjald snemma í seinni hálfleik fyrir að sparka óvart í andlit Roberto Firmino.

Liverpool skoraði þó sigurmark á 78. mínútu. Þar var að verki einn allra heitasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, Salah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton