fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Meistaradeild karla: Ronaldo reyndist aftur hetja United

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 20. október 2021 21:05

(Mynd / Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum var að ljúka í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla í kvöld.

Man United tók á móti Atalanta í F-riðli. United hafði unnið einn og tapað einum í riðlakeppninni fyrir leik kvöldsins og lenti undir á 15. mínútu þegar að Mario Pasalic skoraði eftir sendingu frá Davide Zappacosta. Merih Demiral kom Atalanta í 2-0 þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en Demiral var einn á auðum sjó í teignum.

Rashford klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 53. mínútu og Harry Maguire jafnaði rúmum 20 mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani sem kom inn á sem varamaður. Þá var komið að Cristiano Ronaldo að fullkomna endurkomusigur heimamanna. Hann stökk manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Luke Shaw þegar að níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 3-2 fyrir Rauðu djöflana sem sitja á toppi F-riðils eftir úrslit kvöldsins.

Chelsea fór létt með Malmö á heimavelli í leik liðanna í H-riðli. Daninn Andreas Christensen kom Chelsea yfir á eftir níu mínútna leik með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Kai Havertz kom sér einnig á blað og Jorginho skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í sitthvorum hálfleiknum.

Þá lagði Bayern Munchen 4-0 sigur á Benfica. Það var markalaust fram á 70. mínútu en þá setti Bayern í fjórða gír og skoraði fjögur mörk. Leroy Sané skoraði meðal annars tvö og lagði upp eitt. Bayern er efst í E-riðli með þrjá sigra af þremur.

Juventus er einnig efst í sínum riðli með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á Zenit í kvöld. Villareal vann þá góðan 4-1 útisigur á Young Boys og Lille og Sevilla gerðu markalaust jafntefli.

Benfica 0 – 4 Bayern
0-1 Leroy Sané (‘70)
0-2 Sousa Souares (’80, sjálfsmark)
0-3 Lewandowski (’82)
0-4 Leroy Sané (’85)

Man United 3 – 2 Atalanta
0-1 Mario Palasic (’15)
0-2 Merih Demiral (’29)
1-2 Marcus Rashford (’53)
2-2 Harry Maguire (’75)
3-2 Cristiano (’81)

Young Boys 1 – 4 Villareal
0-1 Yeremi Santos (‘6)
0-2 Gerard Moreno (’16)
1-2 Meshack Elia (’77)
1-3 Alberto Moreno (’89)

1-4 Samuel Chukwueze (’90+2)

Lille 0 – 0 Sevilla

Chelsea 4 – 0 Malmö
1-0 Christensen (‘9)
2-0 Jorginho (’21, víti)
3-0 Kai Havertz (’48)
4-0 Jorginho (’57, víti)

Zenit St Petersburg 0 – 1 Juventus
0-1 Dejan Kukusevski (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru bestu hafsentarnir í heiminum í dag – Sjáðu topp 10 listann

Þetta eru bestu hafsentarnir í heiminum í dag – Sjáðu topp 10 listann