fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Gústi Gylfa sló á þráðinn til Danmerkur – Mikkelsen snýr ekki aftur til Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var ekki lengi að taka upp símann og reyna að klófesta Thomas Mikkelsen fyrrum framherja Breiðabliks. Þetta herma heimildir 433.is.

Ágúst tók við Stjörnunni á dögunum en hann og Mikkelsen áttu frábært samstarf hjá Breiðabliki. Samkvæmt heimildum 433.is hringdi Ágúst í Mikkelsen á dögunum.

Mikkelsen yfirgaf Breiðablik um mitt sumar af persónulegum ástæðum, flutti hann heim til Danmerkur og er ánægður með lífið þar.

Mikkelsen er ekki á þeim buxunum að snúa aftur til Íslands og mun því ekki ganga til viðræðna við Stjörnuna. Samkvæmt heimildum 433.is.

Mikkelsen samdi við Kolding í heimalandinu en hann hafði slegið í gegn í Kópavoginum og raðað inn mörkum. „Ég elska þau og ég mun aldrei spila fyrir neitt annað lið á Íslandi. Þetta er mitt lið og ég mun styðja þau heiman frá,“ sagði Mikkelsen þegar hann yfirgaf Breiðablik í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Í gær

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli
433Sport
Í gær

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Í gær

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar
433Sport
Í gær

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára