fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Fyrrum liðsfélagi Gerrards hvetur hann til þess að hætta hjá Rangers ef hann fær símtal frá eigendum Newcastle

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool og Newcastle United, hvetur fyrrverandi liðsfélaga sinn, Steven Gerrard, til þess að taka við Newcastle ef honum býðst það.

Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers og stýrði liðinu meðal annars til sigurs í skosku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gerrard hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Newcastle og nú þegar búið er að reka Steve Bruce úr stöðunni hvetur Jose Enrique hann um að taka við liðinu ef honum býðst það.

,,Ef hann fær tilboð frá félaginu og telur það vera rétt skref fyrir sig á ferlinum þá yrði ég glaður fyrir hans hönd og Newcastle. Hann er topp manneskja, frábær knattspyrnustjóri og gæti kennt leikmönnunum margt,“ sagði Enrique í viðtali við BeMyBet.

Gerrard er ekki talinn líklegur til þess að taka við Newcastle á þessari stundu en það getur margt breyst á örskotstundu í knattspyrnuheiminum. Ef hann tekur ekki við Newcastle þá bíður hann eftir því að dyrnar opnist hjá Liverpool þegar að Jurgen Klopp, núverandi knattspyrnustjóri liðsins, ákveður að stíga til hliðar hvenær sem það nú verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“