fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Fyrrum liðsfélagi Gerrards hvetur hann til þess að hætta hjá Rangers ef hann fær símtal frá eigendum Newcastle

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool og Newcastle United, hvetur fyrrverandi liðsfélaga sinn, Steven Gerrard, til þess að taka við Newcastle ef honum býðst það.

Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers og stýrði liðinu meðal annars til sigurs í skosku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gerrard hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Newcastle og nú þegar búið er að reka Steve Bruce úr stöðunni hvetur Jose Enrique hann um að taka við liðinu ef honum býðst það.

,,Ef hann fær tilboð frá félaginu og telur það vera rétt skref fyrir sig á ferlinum þá yrði ég glaður fyrir hans hönd og Newcastle. Hann er topp manneskja, frábær knattspyrnustjóri og gæti kennt leikmönnunum margt,“ sagði Enrique í viðtali við BeMyBet.

Gerrard er ekki talinn líklegur til þess að taka við Newcastle á þessari stundu en það getur margt breyst á örskotstundu í knattspyrnuheiminum. Ef hann tekur ekki við Newcastle þá bíður hann eftir því að dyrnar opnist hjá Liverpool þegar að Jurgen Klopp, núverandi knattspyrnustjóri liðsins, ákveður að stíga til hliðar hvenær sem það nú verður.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Í gær

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli
433Sport
Í gær

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Í gær

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar
433Sport
Í gær

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára