fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Meistaradeild karla: Barcelona vann fyrsta leik sinn í riðlakeppninni

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 20. október 2021 18:45

Pedri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Dynamo Kyiv mættust í E-riðli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikið var á Nou Camp leikvangnum í Barcelona.

Gerard Pique skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir fyrirgjöf frá Jordi Alba.

Philippe Coutinho, Ansu Fati og Sergio Aguero komu allir inn á er spænsku risarnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur í riðlakeppninni í ár eftir tvö 3-0 töp gegn Benfica og Bayern Munchen, en þau mætast seinna í kvöld.

Barcelona er nú í 3. sæti riðilsins með þrjú stig en Bayern er efst með sex stig og Benfica fjögur. Dynamo Kyiv situr á botninum með eitt stig.

Þá vann Salzburg 3-1 sigur á VfL Wolfsburg í G-riðli.

Karim Adeyemi kom Salzburg yfir eftir þriggja mínútna leik en Lukas Nmecha jafnaði metin á 15. mínútu. Noah Okafor tryggði heimamönnum stigin þrjú með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Salzburg er efst í G-riðli með sjö stig eftir þrjár umferðir. Wolfsburg er í 3. sæti með tvö stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik: Henti sér í jörðina eftir snertingu dómara – Fékk skilaboð frá fyrrum íslenskum liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik: Henti sér í jörðina eftir snertingu dómara – Fékk skilaboð frá fyrrum íslenskum liðsfélaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks

Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt fyrir Arsenal – Hörmungar Newcastle halda áfram

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt fyrir Arsenal – Hörmungar Newcastle halda áfram
433Sport
Í gær

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba