fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 14:46

Mynd - Sigtryggur Ar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á framundan tvo leiki í undankeppni Heimsmeistaramótsins árið 2023. Liðið mætir Tékklandi á föstudaginn og Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en hann telur íslenska liðið vera betra en það tékkneska. ,,Þetta er lið sem er á svipuðu kaliberi og við en við teljum okkur vera sterkara liðið en þetta verður verðugt verkefni. Þær spila mjög þéttan varnarleik og beita skyndisóknum, vilja halda boltanum og spila sig út úr pressu. Það mun skipta miklu máli fyrir okkur að vera fljótar að setja pressu á þær ef við töpum boltanum.“

Ísland hefur leikið einn leik í undankeppninni en það var heimaleikur á móti fyrirfram sterkasta liði riðilsins, Hollandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri Hollands. Tékkar eru sem stendur í efsta sæti riðilsins með tvö stig eftir tvo leiki og Þorsteinn segir að það verði að koma í ljós hvort þessi leikur geti talist vera úrslitaleikur í riðlinum.

,,Vonandi höldum við áfram að taka skref fram á við. Vonandi spilum við ennþá betri leik en á móti Hollandi, við þurfum á því að halda. Það eru ekki nema átta leikir í riðlinum og hver leikur skiptir máli. Tékkarnir verða að berjast um þessi tvö efstu sæti í riðlinum. Við förum í þennan leik til þess að vinna hann en hvort að þetta verði úrslitaleikur í keppninni eða ekki, það verður að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Elín Metta ekki klár, plan B var til staðar:

Elín Metta Jensen, framherji Vals og íslenska landsliðsins þurfti að draga sig úr landsliðshópnum í gær vegna meiðsla. Þorsteinn segir hana ekki vera búna að ná sér af meiðslum sem hún hlaut undir lok Íslandsmótsins en þetta hafi verið sviðsmynd sem þjálfarateymið hafði búist við að gæti raungerst. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, kemur inn í hópinn í stað Elínar Mettu. ,,Selma Sól er hugsaður sem kantmaður í þessu hjá okkur. Hún hefur spilað marga leiki sem kantmaður fyrir landsliðið, er góð að koma sér í stöðu og sterk í einn á móti einum einvígjum,“ sagði Þorsteinn um breytingarnar á landsliðshópnum.

Elín Metta

,,Ætlast til þess að maður nái árangri“

Aðspurður segist Þorsteinn vita að það er ætlast til þess að hann vinni knattspyrnuleiki sem landsliðsþjálfari Íslands þó hann finni ekki fyrir eiginlegri pressu dag frá degi frá stuðningsmönnum landsliðsins. ,,Pressan er alltaf til staðar í þessu starfi. Það er ætlast til þess að maður nái árangri, auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það fylgir þessu pressa en ég er tilbúinn fyrir þetta starf,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Leikur Íslands og Tékklands fer fram á föstudaginn næstkomandi klukkan 18:45, leikið verður á Laugardalsvelli. Íslenska liðið mætir síðan Kýpur þriðjudaginn 26. október næstkomandi, sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vill komast til Real Madrid – Peningar skipta ekki máli

Vill komast til Real Madrid – Peningar skipta ekki máli
433Sport
Í gær

Sigurjón skammar KSÍ og segir illa komið fram við Eið Smára – „Gerði ekkert sem á að kosta brottrekstur“

Sigurjón skammar KSÍ og segir illa komið fram við Eið Smára – „Gerði ekkert sem á að kosta brottrekstur“
433Sport
Í gær

Sex störf sem atvinnulaus Solskjær gæti horft til

Sex störf sem atvinnulaus Solskjær gæti horft til