fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Þekkt hjónaband á endastöð: Þetta eru sjö klikkuðustu augnablikin í sambandinu – Kynlíf tólf sinnum á dag og vesen

433
Þriðjudaginn 19. október 2021 20:00

Wanda Nara og Mauro Icardi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlegt er að eitt frægasta samband knattspyrnuheimsins, hjónaband Mauro Icardi, leikmanns Paris Saint-Germain, og Wanda Nara, umboðsmanns hans, sé á enda. Wanda virtist saka hann um framhjáhald um síðastaliðna helgi þegar hún skrifaði ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf,“ á Instagram.

Ásamt því að skrifa ofangreind orð um Icardi þá hætti hún einnig að fylgja honum á Instagram og eyddi hluta af þeim myndum sem hún hafði birt af þeim í gegnum tíðina.

Wanda er ansi umdeild og tekur fyrirsagnirnar reglulega. Hún fór til að mynda frá Maxi Lopez, sem á þeim tíma var liðsfélagi Icardi, til þess að vera með þeim síðarnefnda. Wanda sakaði Lopez einnig um framhjáhald.

Samband Wanda og Icardi hefur fengið mikla athygli fjölmiðla í gegnum tíðina. Enska götublaðið The Sun tók saman sjö klikkuðustu augnablik í sambandinu.

Erfið byrjun

Sem fyrr segir þá var Wanda í sambandi með Lopez, þá liðsfélaga Icardi hjá Sampdoria. Lopez og Icardi eru báðir frá Argentínu og tók sá fyrrnefndi vel á móti landa sínum er hann mætti til Sampdoria. Icardi fór til að mynda með þáverandi parinu, Wanda og Lopez, í frí.

Wanda, Lopez og Icardi í fríi þegar allt lék í lyndi.

Sambandi þeirra lauk þó árið 2013 og stuttu síðar voru Wanda og Icardi byrjuð saman. Margir telja að þau hafi þegar verið byrjuð að stinga nefjum saman á meðan Wanda var enn með Lopez. Þau hafa þó bæði alltaf þvertekið fyrir það.

Wanda-Slagurinn

Fyrir tímabilið 2013-2014 var Icardi seldur frá Sampdoria til Inter. Þegar liðin mættust svo í fyrsta sinn eftir skipti Argentínumannsins var leikurinn í gríni kallaður Wanda-Slagurinn, vegna sambands hennar við bæði Lopez og Icardi.

Fyrir leik neitaði Lopez svo að taka í hönd Icardi þegar leikmenn heilsuðust fyrir leikinn.

Lopez neitar Icardi um handaband.

Giftu sig í hvelli

Wanda og Lopez skildu formlega í desember árið 2013. Aðeins fimm mánuðum síðar giftist hún Icardi. Aðeins tólf manns var boðið í brúðkaupið. Enginn af gestunum var liðsfélagi Icardi.

Húðflúraði nöfn barna Lopez á sig

Eftir að hafa gifst Wanda húðflúraði Icardi nöfn barna hennar þriggja, sem hún á með Lopez, á sig. Við þau stóð ,,ég elska þessa þrjá litlu engla.“ Lopez hafði þegar kvartað undan því að Icardi birti myndir af sér með börnum hans á samfélagsmiðlum. Það er því rétt hægt að ímynda sér hvernig hann brást við þegar að hann sá fregnir af þessu.

Sagðist vera sú besta í rúminu

Wanda er ekki hrædd við að hrósa sjálfri sér. Hún sagði til að mynda fyrr á þessu ári að enginn væri betri í rúminu og að hún hugsi mjög vel um eiginmann sinn.

Þá sagðist fyrrum ítalski knattspyrnumaðurinn Daniele Adani hafa heyrt af því að Wanda og Icardi stundi kynlíf allt að tólf sinnum á dag.

Wanda sagðist þá veita Icardi munnmök á hverju einasta kvöldi.

Framhjáhald leikmannsins

Nú virðist samband Icardi og Wanda hanga á bláþræði, eða jafnvel lokið. Sem fyrr segir sakaði hún leikmanninn um framhjáhald á dögunum. Hún setti inn færslu af sér og börnum sínum á sunnudag þar sem hún sagði daginn vera ,,gleðidag.“ Þá setti hún inn færslu í gær þar sem henni sagðist líka betur að vera ekki með hring á hendi sinni.

Icardi gefst ekki upp

Í gær birti Icardi tvær gamlar myndir af sér með Wanda þar sem hann virðist reyna að ná henni til baka. Á annari myndinni óskaði hann henni til hamingju með mæðradaginn.

Þá flaug Icardi frá París til Mílanó til að reyna að bjarga málum. Félag hans, PSG, staðfesti að hann hafi verið fjarverandi frá æfingu á mánudagsmorgunn af fjölskylduástæðum.

Mauro Icardi og Wanda Nara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík