fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 08:28

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur setið í stóli formanns KSÍ í rúmar tvær vikur. Vanda var kjörinn til bráðabirgðar en hún getur endurnýjað umboð sitt í febrúar. Ársþing KSÍ fer þá fram en þá verður formaður kosinn til tveggja ára. Þrátt fyrir að Vanda sé aðeins ný tekinn til starfa er mikið rætt um ársþingið innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Brynjar Níelsson er einn af þeim sem orðaður er við Framboð.

Brynjar missti sæti sitt á Alþingi í nýliðnum kosningum. „Ég kannast við þetta, þegar menn eru atvinnulausir þá koma oft hugmyndir frá öðrum,“ sagði Brynjar í samtali við Fréttablaðið í gær en nokkur fjöldi hefur skorað á hann að fara í formann KSÍ.

Ljóst er að enginn mun staðfesta framboð fyrr en undir lok árs eða í upphafi næsta árs. Guðni Bergsson fyrrum formaður er aftur mátaður við stólinn og fleiri eru nefndir til sögunnar.

„Það sem hefur gerst er að það hafa menn talað við mig um þennan möguleika. Það er búið að koma að orði við mig um ýmislegt og þar á meðal þetta. Ég skal íhuga þetta ef almenn samstaða er um það,“ sagði Brynjar í ítarlegu spjalli á Bylgjunni í gær.

Brynjar þekkir knattspyrnuhreyfinguna vel og hefur verið nálægt henni alla sína tíð. „Ég spilaði knattspyrnu, ég var í stjórnum hjá Val og þekki allt svona starf mjög vel.“

Knattspyrnuhreyfingin hefur átt í vandræðum, ásakanir um kynferðisbrot landsliðsmanna urðu til þess að formaður og stjórn sagði af sér. Brynjar telur að vegið hafi verið að hreyfingunni með ósanngjörnum hætti. „Mér er annt um þessa hreyfingu, ég hef tilheyrt henni alla tíð. Mörgu leyti hefur verið unnið frábært starf þar, mér finnst vegið að henni með ósanngjörnum hætti. Mér hefur fundist menn ekki að standa nógu mikið í fæturna. Ég er að hugsa um hagsmuni þessarar hreyfingar sem sér um mörg þúsund börn og ungmenni, svo afreksíþróttir. Stolt okkar í íþróttunum, það þarf að halda vel utan um þetta. Við megum ekki láta grafa undan þessu sambandi eins og gert hefur verið.“

„Mér hefur fundist menn innan hreyfingarnar hefðu þurft að standa betur í lappirnar í þessu áhlaupi sem verið hefur. Mér fannst það klúðurslegt, veikt hreyfinguna mjög. Þetta hefur nánast lagt hreyfinguna á hliðina. Það myndast kerkja og vesen innan sambandsins, afreksfólkið varla tilbúið að spila fyrir landsliðið. Það er aðför að liðinu og sambandinu, menn verða að standa í lappirnar og ná fyrri styrk.“

Eftir að Fréttablaðið sagði frá þeim möguleika Brynjar gæti farið í framboð komu fram viðbrögð frá Öfgum og Eddu Falak meðal annars. Brynjar svaraði fyrir það á Bylgjunni.

„Ég hef tjáð mig um þessa aðför, ég sé í fjölmiðlum að fólk sem stendur að aðförinni er með böggum hildar að það hafi verið komið á tali við mig um framboð. Þið sjáið hvað er að gerast, þetta er bara aðför. Utanaðkomandi fólk ætlar að stjórna hverjir hafa með þetta að gera. Þetta er afleit þróun, hreyfingin og knattspyrnusambandið verður að standa í lappirnar. Þetta gengur ekki svona,“ sagði Brynjar.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Brynjar á sér þá ósk að Guðni Bergsson fyrrum formaður sambandsins fari aftur í framboð. Ef það gerist mun Brynjar ekki fara fram. „Helst vildi ég að fráfarandi formaður yrði áfram. Hann stóð sig frábærlega, stórkostlegur maður. Ég held að það væri mjög gott fyrir hreyfinguna, ég fer alls ekki fram ef hann gefur kost á sér,“ sagði Brynjar á Bylgjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“