fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 09:00

Cristiano Ronaldo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, framherji Manchester United, kæmist ekki í sameiginlegt lið Manchester United og Liverpool sem væri valið af Jamie Carragher, fyrrverandi leikmanni Liverpool og sérfræðingi um ensku úrvalsdeildina á Sky Sports. Carragher telur einnig að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool í dag.

Erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool mætast á sunnudaginn næstkomandi í ensku úrvalsdeildinni í aðdraganda leiksins voru Carragher og Gary Neville, sérfæðingar Sky Sports beðnir um að velja sameiginlegt lið liðanna.

Þar sem Carragher er fyrrum leikmaður Liverpool gefur að skilja að það sé Liverpool slagsíða í liði hans sem er eftirfarandi:

Markvörður : Alisson (Liverpool)
Hægri bakvörður: Trent Alexander Arnold (Liverpool)
Miðverðir: Joel Matip og Virgil Van Dijk (Liverpool)
Vinstri bakvörður: Andy Robertson (Liverpool)
Miðjumenn: Jordan Henderson og Fabinho (Liverpool)
Hægri kantur: Mohamed Salah (Liverpool)
Framliggjandi miðjumaður: Bruno Fernandes (Manchester United)
Vinstri kantur: Sadio Mané (Liverpool)
Framherji: Mason Greenwood (Manchester United)

Það sem þykir athyglisvert við lið Carragher er sú staðreynd að það er ekki pláss fyrir einn besta leikmann knattspyrnusögunnar, framherjann Cristiano Ronaldo.

,,Ég er mikill aðdáandi Greenwood, í mínum augum er hann stórstjarna. Hvernig get ég ekki haft Ronaldo í liðinu mínu? Ég vel lið mitt út frá stöðu leikmanna í dag og ég myndi velja Greenwodd framyfir hann,“ sagði Carragher í útsendingu Sky Sports í gær.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu