fbpx
Miðvikudagur 01.desember 2021
433Sport

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 12:00

Sigurður G. Guðjónsson, Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson, var gestur í frétta- og dægurmálaþættinum, Dagmálsem gefinn er út af Morgunblaðinu. Í þættinum fjallar Sigurður um KSÍ málið svokallaða sem hefur mikið í umræðunni síðustu mánuði. Sigurður er óánægður með vinnubrögð fráfarandi stjórnar KSÍ og sakar Ríkisútvarpið um atlögu gegn Guðna Bergssyni, fráfarandi formanni sambandsins sem og ofsóknir gegn Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra sambandsins.

Sigurður hefur farið mikinn í umræðunni undanfarna mánuði. Hann segist vera þeirri náttúru gæddur að hann reyni að spyrja hvort hlutirnir séu eins og þeir eru sagðir. Hann hefur trú á réttarríkinu og réttarkerfinu og vill að það sé leist úr ágreiningi manna eftir þeim reglum sem gilda í samfélaginu á hverjum tíma. ,,Mér hefur þótt vera misbrestur á því, sérstaklega í kjölfar þess að það geta allir tjáð sig á samfélagsmiðlum, verið sinn eiginn fjölmiðill og sagt hvað sem er. Þú getur búið til hreyfingar, stundum hafa verið búnar til hreyfingar sem hafa verið taldar góðar eða leitt til einhverjar góðrar niðurstöður og kannski er hugmyndin að baki þessu að vekja athygli á ofbeldi og ofbeldismenningu. Svona almennt séð er það gott verkefni. Við viljum búa í samfélagi þar sem að ofbeldi er ekki beitt og ofbeldi er ekki viðurkennt.“ 

Sigurður segir það hins vegar sína skoðun að umræða undanfarna mánuði, meðal annars um leikmenn sem hafa leikið með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu, hafi snúist upp í andhverfu sína.

,,Það fer allt úr böndunum. Það er farið að saka eða bera á menn allskyns alvarleg og refsiverð brot… Þegar það er farið að segja að þú hafir nauðgað einhverjum eða það sé viðloðandi einhver nauðgunarmenning í einhverjum tilteknum hópi, þá ertu komin langt úr fyrir þá hugsun að berjast gegn einhverju. Þú ert farin að saka, stundum ónafngreinda menn,  stundum er látið fljóta með hverjir þeir eru eða hvað þeir gera og hvar þeir eru. Þá er þetta farið að snúast upp í andhverfu sína,“ segir Sigurður í þættinum Dagmál. Hann segir fjölmiðla hafa gengið of langt undanfarin ár.

,,Mér hefur blöskrað það síðastliðin þrjú, fjögur ár hvað það hefur verið hægt að ganga langt og hvað fjölmiðlar hafa jafnvel gengið langt. Tekið við yfirlýsingum, flutt fréttir um að hinir og þessir einstaklingar hafi gerst sekir um brot gegn hegningarlögum, nauðgun, brot gegn blygðunarsemi og það hafa verið fluttar af þessu fréttir eins og þetta væri sannleikurinn.“

,,Stjórn KSÍ fer á taugum“:

Sigurður segir fréttaflutning fjölmiðla um landsliðsmenn og meint brot þeirra hafi orðið til þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands hafi farið á taugum.

,,Ef við snúum okkur að karlalandsliði Íslands, þá eru bara settar á flot fréttir af því að hinn og þess landsliðsmaðurinn hafi gerst sekur um ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og það er verið að tala um nauðgunarmenningu. Menn eru ekki nafngreindir fyrst en það er hins vegar alveg ljóst þegar farið er að tala um þetta og segja fréttirnir hverjir það eru sem eiga hlut að máli. Þá gerist það að stjórn KSÍ fer á taugum og það er bara gengið út frá því að hlutirnir séu eins og þeir eru sagðir í staðinn fyrir að segja ‘þetta er ekki á okkar vettvangi, mennirnir eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og við ætlum að njóta starfskrafta þeirra á meðan,’ sagði Sigurður G. Guðjónsson í þættinum Dagmál.

Sakar RÚV um ofsóknir gagnvart framkvæmdarstjóra KSÍ:

Sigurður sakar Ríkisútvarpið um atlögu gegn bæði þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni og framkvæmdastjóra KSÍ, Klöru Bjartmarz sem Sigurður segir að sæta hafi mátt ofsóknum af hendi RÚV.

,,Það var alveg sama hvað KSÍ sagði, lýsti yfir og sagðist ætla gera. Það var bara ekki nóg fyrir RÚV. Þetta endar náttúrulega með þessum harmleik að formaður KSÍ, Guðni Bergsson er hrakinn úr starfi, þetta er einsdæmi. Hann er hrakinn úr starfi vegna þess að það er borið á hann að hann hafi leynt einhverju sem hann hafði verið beðinn um að halda trúnaði yfir. Faðir konu sem sakaði landsliðsmann um brot, bað um trúnað. Svo þegar að formaðurinn segir ekki frá því að það hafi borist kæra, þá er hann fældur úr stóli formanns vegna þess að hann kaus að brjóta ekki trúnað. Það er orðið svo mikið rugl í þessu máli og þegar að þú ert kominn með tvo-þrjá fjölmiðla, sem eru stöðugt að berja á þér þá náttúrulega læturðu undan.“

Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ / Ljósmynd: DV/Hanna

Sigurður segir það hafa verið rosaleg mistök hjá þáverandi stjórn og formanni KSÍ að hafa látið undan.

,,Það voru rosaleg mistök vegna þess að þarna eiga menn að horfa til þess að KSÍ eru samtök félagsliða sem stunda knattspyrnu. Það hefur það meginmarkmið að halda utan um að knattspyrna sé stunduð hér samkvæmt þeim reglum sem gilda um knattspyrnuleiki. Knattspyrnusamband Íslands getur ekkert skipt sér af því hvað gerist hjá leikmönnum þegar þeir eru ekki að sinna skyldum sínum fyrir landsliðið, þar getur ýmislegt gerst,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, í þættinum Dagmál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester