fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Gylfi Þór áfram laus og óvíst er hvenær niðurstaða fæst í mál hans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. október 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talskona lögreglunnar í Manchester telur að Gylfi Þór Sigurðsson verði áfram laus gegn tryggingu. Frá þessu segir hún í samtali við Fréttablaðið.

Gylfi Þór hefur verið laus gegn tryggingu í tæpa þrjá mánuði. Gylfi var handtekinn um miðjan júlí í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var sleppt úr haldi skömmu síðar og hefur síðan verið laus gegn tryggingu síðan. Lögreglan í Manchester er með málið til rannsóknar.

Talskona lögreglunnar í Manchester mun senda frá sér yfirlýsingu um málið um leið og málið kemur á borð þeirra.

Talið er að rannsókn lögrelgu muni halda áfram en talað hafði verið um að Gylfi yrði laus til 16 október sem var á laugardag. Samkvæmt lögreglunni er hann enn laus gegn tryggingu og búast má við að hann verði það áfram.

Að lokinni rannsókn tekur lögregla ákvörðun um hvort málið verði fellt niður eða ákæra verði gefinn út.

Gylfi er í hópi bestu knattspyrnumanna í sögu Íslands en afrek hans með landsliðinu höfðu skrifað hann í sögubækurnar. Hann er samningsbundinn Everton á Englandi en félagið setti hann í leyfi á meðan rannsókn málsins er í gangi. Samningur Gylfa við Everton rennur út næsta sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur gífurlega jákvæð áhrif á kærastann sem blómstrar um þessar mundir

Hefur gífurlega jákvæð áhrif á kærastann sem blómstrar um þessar mundir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hazard í fallbaráttuna eftir áramót?

Hazard í fallbaráttuna eftir áramót?
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær
433Sport
Í gær

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Í gær

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Í gær

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Salah nálgast met Jamie Vardy óðfluga

Salah nálgast met Jamie Vardy óðfluga
433Sport
Í gær

Allt logar á Twitter eftir umdeilt mark Smith-Rowe

Allt logar á Twitter eftir umdeilt mark Smith-Rowe