fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Enski boltinn: Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal í uppbótartíma

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 18. október 2021 21:07

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace (Mynd /Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal og Crystal Palace mættust í lokaleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Emirates vellinum í Lundúnum.

Pierre-Emerick Aubameyang kom heimamönnum yfir með marki úr þröngu færi eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum. Palace menn ógnuðu marki Arsenal í fyrri hálfleik en rangar ákvarðanatökur urðu til þess að Arsenal leiddi 1-0 þegar gengið var til búningsklefa.

Christian Benteke jafnaði metin fyrir Palace þegar að fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik með flottri afgreiðslu eftir undirbúning frá Jordan Ayew. Alexandre Lacazette blés lífi í heimamenn með innkomu sinni af varamannabekknum en það voru Palace menn sem tóku forystuna sex mínútum síðar.

Conor Gallagher vann boltann á miðsvæðinu, renndi honum á Michael Olise sem gaf boltann á Odsonne Edouard sem hamraði hann í slána og inn.

Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace, fagnaði markinu vel og innilega en honum tókst ekki að sækja sigur gegn sínu gamla félagi því Alexandre Lacazette jafnaði metin fyrir heimamenn á síðustu stundu eftir rugling í vörn Crystal Palace og lokatölur 2-2.

Arsenal er í 12. sæti með 11 stig. Crystal Palace er í 14. sæti með 8 stig.

Arsenal 2 – 2 Crystal Palace
1-0 Aubameyang (‘8)
1-1 Benteke (’50)
1-2 Eduouard (’73)
2-2 Lacazette (’90+5)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu