fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Tom Pritchard, var á meðal áhorfenda á leik Newcastle United og Tottenham í gær. Hann var mættur til þess að bera liðið sitt augum í fyrsta skipti undir stjórn nýrra eigenda.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Newcastle því strax á 2. mínútu leiksins kom Callum Wilson heimamönnum yfir en á 17. mínútu, jafnaði miðjumaður Tottenham, Tanguy Ndombélé, metin fyrir gestina.

Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem að óhugnanlegur atburður átti sér stað. Stuðningsmaður Newcastle, hneig niður í stúkunni, fékk hjartaáfall. Eric Dier, leikmaður Tottenham tók eftir því hvað var að gerast í stúkunni, hljóp yfir að varamannabekk Newcastle og lét læknateymi liðsins vita. Á meðan benti Sergio Regulion, leikmaður Tottenham, dómara leiksins á það að eitthvað væri að eiga sér stað í stúkunni.

Dr. Tom Pritchard er maðurinn á bak við tjöldin. Maðurinn sem kom stuðningsmanni Newcastle, sem hafði hnigið niður, til aðstoðar. Tom sat þrjátíu sætaröðum frá stuðningsmanninum en þegar hann sá hvað væri að ske, hljóp hann til hann á vettvang. Tom starfar á North Tees spítalanum í Stockton og hefur einnig starfað sem læknir hjá akademíu knattspyrnufélagsins Middlesbrough. Hann var í viðtali á BBC í morgun.

,,Ég sá að það var eitthvað í gangi. Stuðningsmennirnir voru að kalla á gæsluna og það var kona að framkvæma hjartahnoð á manninum. Sem starfsmaður spítala fór ég á staðinn og sá hvort að ég gæti hjálpað til. Við notuðum hjartastuðtæki á viðkomandi einstakling, fljótlega kom læknir af gjörgæsludeild og hjartalæknir og við náðum í sameiningu að koma viðkomandi í stöðugt ástand. Þetta var ekki bara ég, vinur minn hjálpaði mér og það var einnig annar læknir þarna auk læknanna tveggja sem komu síðan frá St.Johns spítala,“ sagði hinn hógværi Tom Pritchard í viðtali hjá BBC.

,,Ein besta stund lífs míns“

Hann lýsir stundinni þegar hann hafði komið manninum til aðstoðar, komið honum í stöðugt ástand og komið sér aftur í sætið sitt á vellinum sem einni af bestu stund síns lífs.

,,Þegar að ég labbaði aftur í sætið mitt og 10.000 áhorfendur kölluðu mig hetju, ég get sagt að það hafi verið ein besta stund lífs míns,“ sagði Tom Pritchard.

Tuttugu mínútna hlé var gert á leiknum á meðan að reynt var að koma stuðningsmanninum sem hafði fengið hjartaáfall í stöðugt ástand. Það tókst og hann var fluttur á spítala. Í gærkvöldi bárust síðan fréttir af því að hann væri enn í stöðugu ástandi og væri að bregðast vel við meðferð.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu