fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
433Sport

Guðrún sænskur meistari með Rosengard – Elías Rafn heldur Lössl á bekknum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 14:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur Íslendingalið hafa leikið í Evrópu það sem af er degi.

Danmörk – Efsta deild karla

Nordsjælland 2-2 Midtjylland

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson lék með Midtjylland í 2-2 jafntefli gegn Nordsjælland. Hann heldur Jonas Lössl áfram á bekknum þrátt fyrir að sá síðarnefndi sé kominn til baka úr meiðslum.

Midtjylland er á toppi deildarinnar með 28 stig eftir tólf leiki.

OB 1-2 Randers 

Aron Elís Þrándarsson lék allan leikinn í 1-2 tapi OB gegn Randers.

OB er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig eftir tólf leiki.

Danmörk – B-deild karla

Lyngby 1-1 Hobro

Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby í 1-1 jafntefli gegn Hobro. Sævari var skipt út af þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby.

Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig eftir ellefu leiki.

Svíþjóð – Efsta deild kvenna

AIK 0-0 Hacken

Hallbera Guðný Gísladóttir var fyrirliði og lék allan leikinn með AIK í markalausu jafntefli gegn Hacken. Diljá Ýr Zomers sat á varamannabekk Hacken í leiknum.

Hacken er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig. AIK er í tíunda sæti með 17 stig.

Pitea 2-3 Rosengard

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Pitea, og Guðrún Arnardóttir, leikmaður Rosengard, voru báðar í byrjunarliði er liðin mættust í dag. Leiknum lauk 2-3 fyrir Rosengard.

Rosengard er á toppi deildarinnar með 51 stig og er orðið meistari. Pitea er í ellefta, næstneðsta sæti, með 16 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Í gær

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær