fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Nýir eigendur sáu lið sitt tapa gegn Tottenham í leik sem dróst á langinn

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 17:52

Heung-Min Son fagnar marki sínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham vann Newcastle á útivelli í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle fékk frábæra byrjun þegar Callum Wilson skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Javier Manquillo.

Um fimmtán mínútum síðar voru gestirnir búnir að jafna. Tanguy Ndombele skoraði þá með frábæru skoti.

Harry Kane kom Tottenham svo yfir á 22. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir að Pierre-Emile Hojbjerg vippaði boltanum yfir varnarmenn Newcastle.

Harry Kane kemur Tottenham yfir. Mynd/Getty

Undir lok fyrri hálfleiks var leikurinn stöðvaður í dágóðan tíma þar sem áhorfandi hafði hnigið til jarðar. Eric Dier og Sergio Reguillon, leikmenn Tottenham, brugðust fljótt við og kölluðu læknateymi inn á völlinn. Manninum var blessunarlega komið til meðvitundar og fluttur á sjúkrahús.

Eftir að leikurinn hafði farið á gang að nýju skoraði Heung-Min Son þriðja mark Tottenham. Hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Kane.

Seinni hálfleikur var fremur rólegur. Á 83. mínútu fékk Jonjo Shelvey sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Tíu leikmenn Newcastle minnkuðu þó muninn þegar Eric Dier setti boltann í eigið net á 89. mínútu.

Nær komust þeir þó ekki. Lokatölur 2-3 fyrir Tottenham.

Tottenham er í fimmta sæti með 15 stig eftir átta leiki. Newcastle er í nítjánda sæti með aðeins 3 stig.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Í gær

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær