fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Alexandra vann Íslendingaslaginn gegn Bayern – Fullt af Íslendingum á ferðinni

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 16:15

Alexandra Jóhannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullt af íslenskum leikmönnum hafa verið í eldlínunni erlendis í dag.

Þýskaland – Efsta deild kvenna

Frankfurt 3-2 Bayern Munchen

Frankfurt vann 3-2 sigur á Bayern Munchen. Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Frankfurt og spilaði tæpar 80 mínútur. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í hóp.

Þetta var fyrsta tap Bayern á tímabilinu. Liðið er með 15 stig eftir sex leiki. Með sigrinum jafnaði Frankfurt þær að stigum. Bayern er þó á toppnum og Frankfurt í þriðja sæti vegna markatölu. Leverkusen er í öðru sæti, einnig með 15 stig.

Lettland – Efsta deild

Riga FC 1-1 Metta/LU

Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Riga í 1-1 jafntefli gegn Metta/LU. Hann var hins vegar rekinn af velli með tvö gul spjöld á 51. mínútu.

Riga er í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig eftir 24 leiki.

Svíþjóð – Efsta deild kvenna

Esklstuna 1-2 Örebro

Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn fyrir Örebro í 1-2 sigri gegn Eskilstuna. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var varamarkvörður Örebro í leiknum.

Örebro er í sjöunda sæti með 27 stig eftir 20 leiki.

Noregur – Efsta deild kvenna

Arna-Björnar 0-8 Valarenga

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Valarenga og lék í um 70 mínútur í 0-8 stórsigri á Arna-Björnar. Amanda Andradóttir kom inn á í hálfleik og skoraði eitt mark.

Valarenga er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig eftir sextán leiki.

Danmörk – B-deild karla

Horsens 1-1 Vendsyssel

Aron Sigurðarson kom inn á og spilaði í rúman hálftíma í 1-1 jafntefli Horsens gegn Vendsyssel.

Horsens er í fimmta sæti með 21 stig eftir tólf leiki.

Noregur – B-deild karla

Álasund 3-0 Sogndal

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Álasund í 3-0 sigri gegn Sogndal. Emil Pálsson lék í rúman klukkutíma með Sogndal.

Álasund er í öðru sæti deildarinnar með 46 stig eftir 23 leiki. Sogndal er í sjötta sæti með 33 stig.

Svíþjóð – B-deild karla

Norrby 2-3 Brage

Bjarni Mark Antonsson lék stærsta hluta seinni hálfleiks með Brage í 2-3 sigri á Norrby.

Brage er í níunda sæti með 29 stig eftir 25 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu