fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Svíþjóð: Sjáðu mark Sveindísar Jane í dag

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 15:05

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í efstu deild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Hammarby sem tapaði 3-1 fyrir Vittsjö á útivelli.

Clare Polkinghorne og Tove Almqvist komu heimakonum í Vittsjö í 2-0 forystu með mörkum á 28. og 32. mínútu áður en Mie Leth Jans bætt við þriðja markinu eftir tæpan klukkutíma leik. June Pedersen skoraði sárabótamark Hammarby sem er í 6. sæti með 28 stig eftir 20 leiki. Vittsjö er sæti ofar með stigi meira.

Sveindís Jane var í byrjunarliði Kristianstad sem sótti Djurgarden heim.

Anna Welin kom Kristianstad yfir eftir níu mínútna leik. Sveindís Jane kom Kristianstad svo í 2-0 þegar hún hrifsaði boltann af varnarmanni Djurgarden og afgreiddi boltann í netið. Eveliina Summanen bætti við þriðja markinu áður en Sara Olai minnkaði muninn fyrir Djurgarden. Jutta Rantala kórónaði sigur útiliðsins með fjórða markinu einni mínútu fyrir leikslok.

Lið Elísabetu Gunnarsdóttur er í 4. sæti með 29 stig. Djurgarden er í 9. sæti með 21 stig.

Mark Sveindísar Jane má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche