fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Solskjaer: „Það verður kannski eitthvað að breytast“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 19:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Man United tapaði 4-2 fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var á King Power vellinum í Leicester.

United menn tóku forystu með frábæru marki Mason Greenwood eftir tæpan 20 mínútna leik en Leicester svaraði fyrir sig með mörkum frá Yuri Tielemans og Caglar Söyuncu. Rashford jafnaði fyrir metin United um stundarsakir en Jamie Vardy og Patson Daka innsigluðu 4-2 sigur heimamanna.

United hefur nú aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum og er án sigurs í þremur deildarleikjum í röð.

Aðspurður hvar hann ætti að byrja með að rýna í úrslit dagsins sagði Solskjaer í viðtali við BBC: „Þú þarft að … þú spyrð mig, ég spyr þig. Við byrjuðum vel. Mason (Greenwood) skoraði frábært mark og við sköpuðum pláss og með aðeins betri nýtingu hefðum við getað skorað annað.

Einbeiting á ögurstundum. Það var lykilatriðið í þessum leik. Frammistaðan var ekki nógu góð, með og án boltans. Það er eitthvað sem við höfum skoðað í landsleikjahléinu. Við höfum fengið góðan tíma til að fara yfir málin. Ein úrslit út af fyrir sig eru ekki aðalatriðið en þetta eru of margir leikir núna sem við höfum tapað stigum og við þurfum að skoða alla uppsetningu liðsins í heild sinni og jafnvægið svo að kannski verður eitthvað að breytast,“ sagði Norðmaðurinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hjálmar Örn birtir myndband af því þegar hann var nær dauða en lífi í London

Hjálmar Örn birtir myndband af því þegar hann var nær dauða en lífi í London
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Í gær

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Carrick verður ekki áfram hjá Manchester United

Carrick verður ekki áfram hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu