fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Hátt í 5 þúsund miðar seldir á bikarúrslitaleik Víkings og ÍA

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 12:43

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 5 þúsund miðar hafa verið seldir á bikarúrslitaleik ÍA og Víkings í dag en þetta kemur fram í grein á Rúv í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 á Laugardalsvelli og verður í beinni á Stöð 2 sport.

Víkingur getur orðið fyrsta íslenska liðið í knattspyrnu karla til að vinna tvöfalt síðan KR gerði það árið 2011. Einungis fjögur lið hafa unnið deildar- og bikarmeistaratitil karla á sama tímabili og er ÍA eitt þeirra en liðið hefur unnið tvöfalt fjórum sinnum líkt og KR.

Víkingur er ríkjandi bikarmeistari og þykir líklegra til sigurs í úrslitaleiknum eftir eftir að hafa fangað deildarmeistaratitilinn úr höndum Valsmanna í sumar. ÍA tókst að halda sæti sínu í efstu deild með ævintýralegum hætti í lokaleik tímabilsins og vonast til að hreppa bikarinn í tíunda sinn í sögu félagsins.

4900 miðar höfðu verið seldir á leikinn í morgun en 6000 voru í boði fyrir leik. Nærri 4300 aðdáendur mættu á úrslitaleik FH og Víkings í fyrra en undanfarin fimm ár hefur áhorfendafjöldi á bikarúrslitaleikjum verið á milli þrjú og fjögur þúsund manns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Í gær

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?