fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
433Sport

Guardiola segist ekki tryggt að Sterling fái fleiri mínútur

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 12:16

Raheem Sterling og Kai Havertz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, þjálfari Man City, segir að að hann geti ekki tryggt að Raheem Sterling fái meiri spilunartíma og að hann þurfi að berjast fyrir sæti sínu í liðinu eins og allir aðrir.

Sterling, sem er 26 ára gamall, sagði á dögunum að hann væri opinn fyrir því að spila erlendis en samningur hans hjá Man City rennur út árið 2023.

Raheem er okkar leikmaður og vonandi verður hann gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Guardiola. „Sumir leikmenn vilja alltaf fá að spila en ég get ekki lofað neinum það.“

Guardiola sagði að leikmenn verði að „tala sínu máli á vellinum – ekki Raheem, allir þeirra.“

Sterling hefur einungis byrjað einn deildarleik fyrir Man City á tímabilinu. Koma Jack Grealish til félagsins frá Aston Villa í sumar hefur takmarkað leiktíma Sterling en meiðsli Ferran Torres gætu veitt Sterling tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik.

Þeir (leikmennirnir) verða að vera ánægðir að vera hérna,“ sagði Guardiola. „Þeir verða að vera hamingjusamir hjá félaginu. Ef svo er ekki, þá er þeim frjálst að taka þá ákvörðun sem er best fyrir þá.“

Ég skil þetta ekki fullkomlega. Ég var leikmaður sjálfur og vildi alltaf fá að spila, svo þetta er engin undantekning. Ekki bara Raheem, allir vilja spila 90 mínútur, alla leiki en ég get ekki veitt þeim það.

Þeir verða að bæta sig á hverri æfingu og á vellinum og reyna að vera hamingjusamir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks

Víkingur staðfestir kaup á tveimur leikmönnum Breiðabliks
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“

Henry Birgir segir málið sorgarsögu og gagnrýnir Vöndu: „Það var mikið fyllerí í kringum liðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað
433Sport
Í gær

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir