fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Enski boltinn: Leicester hafði betur gegn United í æsispennandi leik

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 16:07

(Photo by Peter Powell - Pool/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum er nýlokið í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það bar heldur betur til tíðinda í leik Man United og Leicester en liðin mættust á King Power vellinum í dag.

Mason Greenwood kom United mönnum yfir á 19. mínútu með frábæru skoti af löngu færi en Yuri Tielemans jafnaði metin fyrir Leicester 12 mínútum síðar með álíka fallegu marki þegar hann lyfti boltanum í bláhornið yfir David de Gea í markinu.

Caglar Söyuncu kom Leicester yfir á 78. mínútu en varamaðurinn Marcus Rashford jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Jamie Vardy kom Leicester aftur yfir aðeins einni mínútu eftir að Rashford skoraði og Patson Daka gerði út um leikinn í uppbótartíma, 4-2 sigur Leicester staðreynd.

Wolves vann frábæran endurkomusigur á Aston Villa á Villa Park. Danny Ings og John McGinn höfðu komið Villa í 2-0 forystu eftir 68. mínútur en þrjú mörk á síðustu níu mínútum leiks tryggði Úlfunum stigin þrjú. Roman Saiss, Conor Coady og Ruben Neves voru markaskorarar Wolves.

Manchester City vann 2-0 sigur á Burnley þar sem Bernardo Silva og Kevin de Bruyne skoruðu mörk heimamanna. Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir Burnley á 72. mínútu.

Þá gerðu Norwich og Brighton markalaust jafntefli og Southampton vann 1-0 sigur á Leeds.

Aston Villa 2 – 3 Wolves
1-0 Danny Ings (’48)
2-0 John McGinn (’68)
2-1 Romain Saiss (’81)
2-2 Conor Coady (’86)
2-3 Ruben Nevs (90+5)

Leicester 4 – 2 Man United
0-1 Mason Greenwood (’19)
1-1 Yuri Tielemans (’31)
2-1 Söyuncu (’78)
2-2 Marcus Rashford (’82)
3-2 Jamie Vardy (’83)

Patson Daka (90+2)

Man City 2 – 0 Burnley
1-0 Bernardo Silva (‘12)
2-0 Kevin De Bruyne (’70)

Norwich 0 – 0 Brighton

Southampton 1 – 0 Leeds
1-0 Armando Broja (’53)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Í gær

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það