fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Enski boltinn: Chelsea stóð af sér látlausar sóknir Brentford manna

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 18:29

Leikmenn Chelsea gátu fagnað. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea sótti Brentford heim í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag í fyrstu viðureign liðanna í deildinni í 74 ár. Nýliðar í Brentford höfðu farið vel af stað á tímabilinu og voru í 7. sæti fyrir leik eftir þrjá sigra og þrjú jafntefli.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en bakvörðurinn Ben Chilwell kom Chelsea yfir á 45. mínútu með frábæru skoti. Þetta var annað mark Chilwell fyrir Chelsea á tímabilinu en hann skoraði einnig fyrir England í síðasta landsleikjahléi.

Brentford menn gerðu allt sem þeir gátu til að jafna metin í seinni háfleik og sköpuðu aragrúa af færum undir lok leiks en inn vildi boltinn ekki og lokatölur því 1-0 fyrir Chelsea.

Chelsea fer upp fyrir Liverpool með sigrinum og sitja á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 8 leiki. Brentford menn sitja eftir með sárt ennið en liðið er þó áfram í 7. sæti með 12 stig.

Brentford 0 – 1 Chelsea
0-1 Ben Chilwell (‘45)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu