fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Stjarnan staðfestir ráðningu á Ágústi Gylfasyni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. október 2021 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason hefur samið við Stjörnuna í Garðabæ um að taka við þjálfun liðsins til næstu tveggja ára. Ágúst er reynslumikill þjálfari sem hefur komið víða við og náð góðum árangri með sín lið og verður gaman að sjá hann taka við liðinu og stýra því á komandi árum.

„Við höfum verið í sambandi og hist nokkrum sinnum á undanförnum vikum og farið heildstætt yfir málin og rætt okkur í þá átt að við teljum okkur geta gert frábæra hluti í sameiningu og teljum Gústa rétta manninn fyrir okkar lið á þessum tímapunkti. Gústi er öflugur þjálfari sem við höfum fulla trú á að henti vel fyrir þá leið sem við erum að fara og það er gríðarlegt ánægjuefni fyrir okkur sem félag með mikinn metnað að finna aðila sem deilir sýn okkar og skilur stefnu okkar til komandi ára og við erum sannfærð um það að næstu skref okkar verða árangursrík. Ég hlakka mikið til samstarfsins og bíð spenntur eftir upphafs flauti komandi tímabils“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður mfl ráðs karla.

„Það er ákaflega spennandi fyrir mig sem þjálfara að fá tækifæri hjá jafn öflugu og spennandi félagi eins og Stjarnan er en eftir að hafa hitt forsvarsmenn félagsins og farið í gegnum frekar langt ferli þar sem menn gáfu sér tíma til að fara vel yfir málin þá hef ég fengið að kynnast þeim ágætlega og í leiðinni sannfærðist ég fullkomlega um að við getum gert frábæra hluti í sameiningu enda liðið og öll umgjörð í kringum félagið frábært: Leikmannahópur liðsins er stór og öflugur og spennandi blanda af ungum og reyndari mönnum sem ég veit að vilja ná árangri ásamt því að við munum sækja nýja og öfluga leikmenn til að styrkja liðið. Ég er líka ákaflega spenntur að kynnast Silfurskeiðinni, sem eins og allir vita eru öflugustu stuðningsmenn landsins og vona að þeir muni styðja vel við bakið á okkur eins og verið hefur. Nú stígum við næstu skref og sjáum hvert það leiðir okkur og vonandi munu Garðbæingar fylkja sér bakvið liðið“ segir Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Taka hart á stuðningsmönnum sem henda hlutum inn á völlinn – Þrír hið minnsta verið handteknir eftir leiki helgarinnar

Taka hart á stuðningsmönnum sem henda hlutum inn á völlinn – Þrír hið minnsta verið handteknir eftir leiki helgarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Klopp í stuði eftir sigurinn – Gaf stuðningsmönnum bjór með bros á vör

Klopp í stuði eftir sigurinn – Gaf stuðningsmönnum bjór með bros á vör
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Sanngjarn sigur Chelsea á Tottenham – Fyrsta tap Conte í deildinni

Enski boltinn: Sanngjarn sigur Chelsea á Tottenham – Fyrsta tap Conte í deildinni