fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Jón Þór áfram við stjórnvölinn hjá Vestra – Fór ekki í viðræður við önnur félög

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 14:30

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson verður áfram þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra. Félagið tilkynnti að Jón hefði gert nýjan tveggja ára samning í dag. Hann er ánægður með að hafa gengið frá nýjum samningi við Vestra og hlakkar til komandi tíma með liðinu.

Fréttaritari heyrði í Jóni Þór áðan og spurði hann hvernig líðanin er nú þegar að búið er að ganga frá samningi við hann.

,,Mér líður hrikalega vel. Ég átti frábæra tíma með liðinu á síðasta tímabili og er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Það er gaman að fá tækifæri til þess að halda áfram þeirri þróun sem að var hjá okkur seinnipartinn í sumar,“ sagði Jón Þór í samtali við 433.is.

Auk þess að ganga frá samningi við Jón Þór voru samningar tveggja lykilleikmanna liðsins einnig endurnýjaðir. Jón segir það hafa verið ákveðna forsendu fyrir áframhaldandi samstarfi.

,,Fyrir mig hefur það mikla þýðingu að samningar við þessa leikmenn voru endurnýjaðir. Það voru forsendur fyrir því að ég myndi halda áfram að við myndum halda þessum leikmannakjarna og geta haldið áfram að taka skref fram á við. Það hefur oft verið staðan að byggja hefur þurft upp nýtt lið tímabil eftir tímabil.“

Nafn Jóns Þórs skaust oft upp í umræðuna þegar þjálfarastöður voru lausar hjá félögum í efstu deild en hann segist ekki hafa farið í viðræður við nein önnur lið en Vestra.

„Ég átti engar viðræður við önnur lið, ég fékk margar fyrirspurnir en fór ekki í viðræður við annað lið. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessu. Við Sammi erum búnir að vera vinna að þessu í langan tíma og þá helst þeim hluta sem snýr að því að halda sama leikmannakjarna.“

Jón Halfdán Pétursson var aðstoðarþjálfari Jóns Þórs á síðasta tímabili og hann á von á því að það samstarf haldi áfram.

„Okkar samstarf gekk vel og Nonni er Vestramaður í gegn, hann og hans fjölskylda sinna öllum mögulegum hlutverkum í þessu félagi og hvort sem hann verður aðstoðarþjálfari minn eða ekki þá verður hann alltaf í kringum liðið.“

Jón Þór tók við Vestra um mitt síðasta tímabil og segir tímann á Ísafirði bæði innan og utan vallar hafa verið frábæran.

,,Þetta hefur verið frábær tími fyrir mig og fjölskylduna. Ísafjörður og staðirnir í kring eru mjög fallegir og það var tekið alveg svakalega vel á móti okkur. Ég er í skýjunum með allt í kringum félagið og það er frábært að fá tækifæri til þess að halda áfram að þróa þetta lið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester